fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Eyjan

Ankanalega vingjarnlegu sovétagentarnir

Egill Helgason
Föstudaginn 23. febrúar 2018 21:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er skringileg uppákoma í Bretlandi þar sem ýjað er að því, gefið í skyn, látið að því liggja, dylgjað um – og svo framvegis – að Jeremy Corbyn hafi njósnað fyrir kommúnistaríkin í austri. Þetta byggt á heldur veikum grunni, því að Corbyn hitti nokkrum sinnum mann sem tengdist leyniþjónustu Tékkóslóvakíu heitinnar.

Hér er allsvakalegt myndskeið úr þætti á BBC. Hér tekur sjónvarpsmaðurinn Andrew Neil brexitráðherra Bretlands, Gavin Williams, bókstaflega í sundur vegna þessara ásakana. Það stendur ekki steinn yfir steini hjá Williams.

 

 

Við sem vorum komin á fullorðinsár á tíma Kalda stríðsinsu munum hvernig Sovétmenn og nótar þeirra létu. Oftast umlukti þá mikil leynihyggja og vænisýki, en svo reyndu þeir að vingast við fólk, oft á frekar ankanalegan hátt.

Ég man til dæmis eftir útsendara einhverrar sovéskrar upplýsingaþjónustu sem hafði skrifstofu ofarlega á Laugaveginum, nálægt gatnamótunum við Barónstíg. Einhvern tíma náði hann að veiða mig, ungan blaðamann, í net sín. Þetta var bara venjulegt þriðjudagssíðdegi, en ég sat með manninum á skrifstofu hans og hann var sífellt að reyna að hella í mig vodka. Vildi endilega að við skáluðu og kræktum saman höndum meðan við drykkjum.

Mig minnir að ég hafi ekki bragðað það þennan dag – sem var ekki svo algengt á þeim árum. Þetta var svo afkáralegt hjá manninum.

Í annað skipti lenti ég í slagtogi með fullum stjórmálamanni sem sagðist eiga vin í sovéska sendiráðinu sem ætti alltaf vín. Við fórum þrír og bönkuðum upp á í Garðastrætinu um nótt, en sem betur fer svaraði enginn.

Svo var það Vladimir Verbenko sem starfaði fyrir APN eða Tass eða  hvort tveggja. Hann var stór og feitlaginn með hökuskegg, afskaplega hreint almennilegur, og var sífellt að vingastst við pólitíkusa og fjölmiðlamenn. Vladimir var ekki nískur á vínið, hann læddi flöskum að mönnum og sumir fengu áfengi frá honum á jólunum.

Vladimir Verbenko var ævintýramaður. Ég held ekki að hann hafi verið neinn kommúnisti. Eftir fall Sovétríkjanna birtust fréttir um að Verbenko væri tengdur vopnaviðskiptum, eins og sjá má á þessari fyrirsögn úr Pressunni. Ekki veit ég hvað varð af Verbenko eftir þetta.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Salah elskar sunnudaga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Ég elska svona hræsni“

„Ég elska svona hræsni“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hjördís María skrifar: Fasteignafélög og leigumarkaður

Hjördís María skrifar: Fasteignafélög og leigumarkaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Vinstri meirihluti í burðarliðnum – Einar plottaði yfir sig en Viðreisn hélt kúlinu

Orðið á götunni: Vinstri meirihluti í burðarliðnum – Einar plottaði yfir sig en Viðreisn hélt kúlinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús