fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2024
Eyjan

Umskurður drengja

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. febrúar 2018 10:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Pálsdóttir hdl.

Sara Pálsdóttir ritar:

Umskurður drengja hefur sterk tengsl við trúarbrögð Gyðinga og Íslam. Drengir
um allan heim eru umskornir og er um að ræða rótgróna hefð í mörgum
samfélögum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gaf út skýrslu árið 2010 þar sem umskurði
ungra drengja eða kornabarna er lýst sem einni af algengustu og elstu
skurðaðgerðum í heimi og er talið að allt að þriðjungur karla í heiminum sé
umskorinn.

 

 

Algengt er að slík aðgerð sé framkvæmd þegar drengir eru mjög ungir, eða
aðeins nokkurra daga gamlir. Engin leið er því fyrir þá drengi að gefa samþykki
sitt fyrir aðgerðinni. Misjafnt er eftir löndum og heimshlutum hvernig slíkar aðgerðir eru
framkvæmdar. Til dæmis er talið að í heimshlutum eins og Norður Afríku,
Pakistan, Indónesíu, Ísrael og sumum hlutum Tyrklands, er meirihluti slíkra
skurðaðgerða ekki framkvæmdur af læknum. Í öðrum löndum, t.d.
Bandaríkjunum er mikill meirihluti slíkra skurðaðgerða framkvæmdur af
læknum.

Ef umskurður drengja er metinn út frá sjónarmiðum Barnasáttmála Sameinuðu
Þjóðanna og Mannréttindasáttmála Evrópu, þ.e. út frá hagsmunum og
mannréttindum barnsins, er niðurstaðan sú að hvað sem aðstæðum eða
framkvæmd umskurðar líður, þá er ávallt um að ræða mannréttindabrot gegn
því barni sem um ræðir. Hefur íslenska ríkið skuldbundið sig til að fylgja
ákvæðum þessara sáttmála og jafntframt lagt þær skyldur á þegna landsins með
því að lögfesta sáttmálann, sbr. lög nr. 62/1994 og nr. 19/2013.

Þegar rætt er um umskurð drengja koma til álita réttur barnanna til friðhelgis
einkalífs skv. 8. gr. MSE, en undir ákvæðið falla t.a.m. læknismeðferðir eða
rannsóknir sem framkvæmdar eru án samþykkis viðkomandi. Umskurður mjög
ungra drengja kemur enn fremur í veg fyrir að þeir fái að njóta réttar síns skv. 9.
gr. MSE sem kveður á um trúfrelsi einstaklinga, 12. gr. barnasáttmálans sem
kveður á um rétt barns til að láta skoðanir sínar í ljós og taka ákvarðanir sem lúta
að eigin hagsmunum og lífi, 14. gr. barnasáttmálans sem kveður á um trúfrelsi
barna og 16. gr. sem leggur bann við gerræðislegum eða ólögmætum afskiptum
af einkalífi barna, og svo mætti lengi áfram telja. Í þeim tilvikum sem umskurður
hefur í för með sér alvarlegar afleiðingar, eins og t.d. tjón á líkama, mikinn
sársauka eða jafnvel dauða barnsins, er um brot á grundvallarmannréttindum að
ræða eins og rétti til lífs og banni við pyndingum, sbr. 1. og 3. gr. MSE, sbr. 6. gr.
barnasáttmálans.

Öllum skurðaðgerðum fylgir áhætta og umskurður er ekki þar undanskilinn.
Fjölmörg dæmi eru um að kornabörn hafi örkumlast eða látið lífið í kjölfar slíkrar
skurðaðgerðar. Að framkvæma slíka aðgerð, án þess að unnt sé að réttlæta það
með læknisfræðilegum rökum og á börnum sem geta ekki gefið samþykki fyrir
slíku, brýtur að mati undirritaðrar gegn ofangreindum mannréttindum barnsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað á að gera við skakka heildarmynd?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað á að gera við skakka heildarmynd?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólga vegna gjaldskráa á Akureyri – „Ef þeir taka ekki þátt í þessu gefur það auga leið að samningar munu losna“

Ólga vegna gjaldskráa á Akureyri – „Ef þeir taka ekki þátt í þessu gefur það auga leið að samningar munu losna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Mörg ríki hanga milli vonar og ótta á húninum í Brussel

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Mörg ríki hanga milli vonar og ótta á húninum í Brussel
Eyjan
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ekki nefna vextina!

Thomas Möller skrifar: Ekki nefna vextina!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór sýnir myndir sem slá vopnin úr höndum ráðherra – „Eignarhald kennir ekki virðingu“

Ragnar Þór sýnir myndir sem slá vopnin úr höndum ráðherra – „Eignarhald kennir ekki virðingu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Grátandi ferðaþjónusta

Óttar Guðmundsson skrifar: Grátandi ferðaþjónusta