fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Eyjan

Tossamiði Trumps og kennarar með byssur

Egill Helgason
Fimmtudaginn 22. febrúar 2018 11:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur verið sagt að Trump Bandaríkjaforseti sé ófær um að sýna samkennd með öðru fólki. Og þá verður að grípa til annarra ráða, í þessu tilviki er það nokkurs konar samkenndarmiði, tossamiði það sem er skrifað með fáum og einföldum orðum hvað forsetinn skuli segja við fólk sem hefur gengið í gegnum þjáningar. Þetta getur ekki verið einfaldara, forsetinn á að segja eftirfarandi hluti við nemendur og kennara Majory Douglas Stoneman skólans þar sem sautján manns dóu í skotárárás um daginn.

Hvað viljið þið að ég fái að vita um reynslu ykkar? Hvað getum við gert til að láta ykkur líða betur? Og loks stendur: Ég heyri hvað þið hafið að segja.

Þetta eru ekki aðstæður sem henta Trump sérlega vel, ónei. Hann leggur svo til að ráðist verði gegn vandanum með því einfaldlega að láta kennara bera skotvopn. Þá kæmi upp eins konar vígbúnaðarkapphlaup í skólum, miklu eftir að slægjast fyrir byssusala og miklil hátíð hjá samtökum byssusala. Skólar yrðu ekki lengur byssufrí svæði.

Við þurfum sem betur fer ekki að óttast það á Íslandi að börnin okkar verði skotin með byssu í skólanum.  En við getum svo ímyndað okkur hvernig skólaganga okkar hefði verið ef kennararnir hefðu verið vopnaðir – og hvernig þeir hefðu höndlað það. Ég er ekki viss um að það hefði hentað öllum kennurnum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Ég elska svona hræsni“

„Ég elska svona hræsni“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hjördís María skrifar: Fasteignafélög og leigumarkaður

Hjördís María skrifar: Fasteignafélög og leigumarkaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Vinstri meirihluti í burðarliðnum – Einar plottaði yfir sig en Viðreisn hélt kúlinu

Orðið á götunni: Vinstri meirihluti í burðarliðnum – Einar plottaði yfir sig en Viðreisn hélt kúlinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús