fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2024
Eyjan

Fjárframlög til stjórnmálaflokka hækka um 127% : Sjálfstæðisflokkur fær mest – Viðreisn minnst

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. febrúar 2018 19:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd-Stjórnarráðið

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman upplýsingar um greiðslur ríkisins til stjórnmálasamtaka fyrir árið 2018. Framlög fara eftir stærð flokkanna samkvæmt atkvæðafjölda og fær því Sjálfstæðisflokkurinn hæsta framlagið, eða rúmar 166 milljónir. Viðreisn fær minnsta framlagið, eða rétt tæpar 44 milljónir.

Framlagið hækkar milli ára um 127 prósent. Tillaga um að hækka framlög til flokkanna var lögð fram í lok síðasta þings, en Píratar og Flokkur fólksins skrifuðu sig ekki fyrir tillögunni. Í tillögunni sem bar yfirskriftina „Nauð­­­­syn­­­­leg hækkun opin­berra fram­laga til stjórn­­­­­­­mála­­­­sam­taka“ var farið fram á „leiðréttingu“ til fjárframlaga, þar sem framlögin hefðu lækkað um helming að raunvirði frá 2008.

Um framlögin gilda lög nr. 162/2006 um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra. Greiðslur til stjórnmálasamtaka eru samkvæmt ákvörðun fjárlaga hverju sinni. Stjórnmálasamtök sem hafa fengið a.m.k. einn mann kjörinn á þing eða náð að lágmarki 2,5% atkvæða eiga rétt til framlaga. Það framlag skiptist hlutfallslega milli flokka eftir atkvæðamagni í næstliðnum kosningum.

 

Samtals fá flokkarnir á Alþingi því 648 milljónir, stjórnarflokkarnir 347,5 milljónir og stjórnarandstöðuflokkarnir 300,5 milljónir.

Hér fyrir neðan má sjá öll framlögin, og hver upphæð þeirra hefði verið fyrir hækkunina:

 

Sjálfstæðisflokkur: 166.023.424 milljónir                        Fyrir hækkun: 93 milljónir

Vinstri græn: 111.097.777 milljónir                                      Fyrir hækkun: 49 milljónir

Framsóknarflokkur: 70.422.909 milljónir                      Fyrir hækkun: 31 milljón

Samfylking: 79.258.862 milljónir                                        Fyrir hækkun: 35 milljónir

Miðflokkur: 71.495.152 milljónir                                         Fyrir hækkun: 31 milljón

Píratar: 60.491.259 milljónir                                                 Fyrir hækkun: 27 milljónir

Flokkur fólksins: 45.241.953 milljónir                             Fyrir hækkun: 20 milljónir

Viðreisn: 43.968.664 milljónir                                             Fyrir hækkun: 20 milljónir

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað á að gera við skakka heildarmynd?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað á að gera við skakka heildarmynd?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólga vegna gjaldskráa á Akureyri – „Ef þeir taka ekki þátt í þessu gefur það auga leið að samningar munu losna“

Ólga vegna gjaldskráa á Akureyri – „Ef þeir taka ekki þátt í þessu gefur það auga leið að samningar munu losna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Mörg ríki hanga milli vonar og ótta á húninum í Brussel

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Mörg ríki hanga milli vonar og ótta á húninum í Brussel
Eyjan
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ekki nefna vextina!

Thomas Möller skrifar: Ekki nefna vextina!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór sýnir myndir sem slá vopnin úr höndum ráðherra – „Eignarhald kennir ekki virðingu“

Ragnar Þór sýnir myndir sem slá vopnin úr höndum ráðherra – „Eignarhald kennir ekki virðingu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Grátandi ferðaþjónusta

Óttar Guðmundsson skrifar: Grátandi ferðaþjónusta