fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Tveimur sendiráðum lokað vegna hagræðingar

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. febrúar 2018 08:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sendiráðum Íslands í Vín í Austurríki og borginni Mapútó í Mósambík verður lokað vegna hagræðingar innan utanríkisráðuneytisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

 

Nýr forsetaúrskurður nr. 8/2018 um sendiráð, fastanefndir hjá alþjóðastofnunum og sendiræðisskrifstofur tók gildi í dag, en með honum eru gerðar veigamiklar breytingar á skipulagi utanríkisþjónustunnar í því augnamiði að auka skilvirkni hennar og sveigjanleika og nýta betur fjármuni og mannauð. Úrskurðurinn felur m.a. í sér lokun tveggja sendiráða, bætt tengsl við lykilríki í Afríku og tilfærslu á fyrirsvari Íslands gagnvart rúmlega fjörutíu ríkjum.

Breytingarnar á forsetaúrskurðinum eiga sér rætur í skýrslu um utanríkisþjónustu til framtíðar sem kom út í september sl. og inniheldur ríflega 150 tillögur um bætta hagsmunagæslu í síbreytilegum heimi. Í skýrslunni var lögð áhersla á að þjóna enn betur viðskiptahagsmunum Íslands á erlendum vettvangi sem hafa jafnan verið ráðandi þáttur í vali á staðsetningu sendiráða. Þannig eru sendiráð Íslands í höfuðborgum þeirra ríkja sem mynda tæplega tvo þriðju hluta utanríkisviðskipta Íslands.

Með þessum nýja forsetaúrskurði færist fyrirsvar ríflega þrjátíu ríkja heim í utanríkisráðuneytið, m.a. á grundvelli viðskiptahagsmuna. Í ráðuneytinu hefur verið stofnuð sérstök deild sendiherra með búsetu á Íslandi, sem mun annast fyrirsvar margra þessara ríkja og styrkja umgjörð um mikilvæg tvíhliða samskipti og þverlæg áherslumál, svo sem jafnréttismál og jarðhitahagsmuni. Til samræmis við þá auknu áherslu á viðskiptahagsmuni í Asíu sem kynnt var í áðurnefndri skýrslu er einnig fyrirsvar gagnvart m.a. Indónesíu, Malasíu og Singapúr fært til deildar heimasendiherra í utanríkisráðuneytinu. Stofnun hinnar nýju deildar og heimfærsla fyrirsvars ríkjanna miðar að því að draga úr kostnaði, enda er útsendum starfsmönnum samtímis fækkað á nokkrum sendiskrifstofum.

Afríka er ört stækkandi markaður og því verður starfsemi sendiráðsins í Kampala efld og fyrirsvar gagnvart lykilríkjum fært þangað úr utanríkisráðuneytinu og frá sendiráði Íslands í París. Þá mun sendiráðið í Kampala einnig gegna hlutverki fastanefndar gagnvart Afríkusambandinu í Addis Ababa og Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna í Nairobi, enda hefur mikilvægi þeirra aukist á undanförnum árum.
Með aukinni áherslu á mannréttindi og alþjóðasamvinnu og til að auka samræmingu þessara mála innan Stjórnarráðsins, verður fyrirsvar Íslands gagnvart Evrópuráðinu í Strassborg fært í utanríkisráðuneytið.

Sendiráðum Íslands í Mapútó og Vín verður lokað, en í Vín verður áfram starfrækt fastanefnd gagnvart Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) og öðrum alþjóðastofnunum í Vín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins