fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Guðbjörg Oddný Jónasdóttir stefnir á 3.-4. sæti í Hafnarfirði

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. febrúar 2018 09:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, mannauðsstjóri, gefur kost á sér í 3.-4. sæti í  prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fer fram þann 10. mars nk. Guðbjörg hefur sinnt mörgun trúnaðarstörfum fyrir Hafnarfjarðarbæ og Sjálfstæðisflokkinn. Hún er varaformaður Íþrótta- og tómstundanefndar Hafnarfjarðar. Hún  hefur tekið þátt í starfshópi um málefni dagforeldra og er nú í starfshópi um bættar starfsaðstæður á leikskólum bæjarins. Guðbjörg telur að hægt sé að gera betur í dagvistunarmálum barna og huga betur að þörfum fjölskyldna og starfsmanna. Guðbjörg vill leggja áherslu á meiri samfellu í skóla-, íþrótta og tómstundastarfi hjá hafnfirskum börnum. Hún telur að Hafnarfjarðarbær geti þjónustað alla aldurshópa betur nú þegar rekstur sveitarfélagsins er stöðugri.

Guðbjörg starfar sem mannauðsstjóri hjá Stofnfiski en hefur áður starfað meðal annars hjá utanríkisráðuneytinu og Íslandsbanka. Guðbjörg stundar meistaranám í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði við Háskólann í Reykjavík, hún hefur áður lokið MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands og BA gráðu í heimspeki,  hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst. Guðbjörg er varaformaður í stjórn Fram, Sjálfstæðisfélagi Hafnarfjarðar, hún er einnig í stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, og situr í varastjórn Landsambands sjálfstæðiskvenna. Þá situr Guðbjörg einnig í skólanefnd Menntaskólans í Reykjavík. Guðbjörg er fædd og uppalinn í Hafnarfirði og býr í dag á Norðurbakkanum ásamt eiginmanni sínum, Gísla Má Gíslasyni,  og tveimur börnum þeirra sem eru 3 ára og 6 mánaða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins