fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Eyjan

Séra Árni og Ásta Sig

Egill Helgason
Þriðjudaginn 20. febrúar 2018 22:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Kiljunni annað kvöld sýnum við innslag sem ég er svolítið ánægður með – undir liðnum Bækur og staðir. Við fórum vestur á Snæfellsnes, innst á nesið, þetta er handan við Eldborg, við Löngufjörur. Þarna bjó á bæ sem kallast Stóra-Hraun séra Árni Þórarinsson. Það var sá mikli sögumaður sem sat lengi á tali við Þórberg Þórðarsson, en Þórbergur skrásetti af mikilli smásmygli úr varð Ævisaga Árna Þórarinssonar í mörgum bindum – það frægasta kallast Hjá vondu fólki.

Við segjum frá Árna, sem gekk í Lærða skólann, var þingsveinn á tíma Jóns Sigurðssonar, þótti góður í klassískum málum, en varð prestur í sveit og afar sérvitur. Um samstarf hans og Þórbergs var sagt að þar hefði hraðlygnasti maður landsins hitt þann trúgjarnasta.

Og svo er það Ásta. Hún uppfóstraðist á Litla-Hrauni, litlum bæ sem stendur eilítið austar en hús séra Árna. Ásta bjó þarna þar til hún var unglingur en húsið stendur enn. Það er farið í eyði – en innanstokks er nánast eins og fólkið hafi kvatt í skyndi. Þetta er magnaður staður, fáfarinn, og þarna er mikil náttúrufegurð. Sögur eru af því að Ásta hafi hlaupið berfætt um tún og móa og í textum eftir hana má finna einstakt næmi fyrir náttúrunni og frábæran orðaforða tengdan henni. Hún hefur semsagt fleiri hliðar en hið háskalega borgarkvendi – og í raun má greina að hún hefði getað skapað býsna víðfemt höfundarverk ef henni hefði enst aldur til.

 

Horft yfir Litla-Hraun, æskuheimili Ástu Sigurðardóttur, í átt að Snæfellsjökli. Hún skrifaði sérlega glæsilega lýsingu á jöklinum og viðhorfi fólks í sveitinni til hans.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins