fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Landssamband veiðifélaga krefst stjórnsýsluúttektar á Matvælastofnun

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. febrúar 2018 19:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landssamband veiðifélaga hefur skrifað Kristjáni Þór Júlíussyni ráðherra bréf þar sem þess er krafist að fram fari stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með sjókvíaeldi á laxi. Í bréfinu er vísað til þess að í fjölmiðlum hefur verið greint frá því að í óveðri að undanförnu hafi búnaður fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax orðið fyrir skemmdum og sjókví  hafi laskast í Tálknafirði með þeim afleiðingum að flothæfni var ekki lengur til staðar.  Einnig hafi komið rifa eða gat á nót í kví fyrirtækisins í Arnarfirði. Þá liggi fyrir að nú 8 dögum  síðar hafi eftirlitsmaður ekki enn verið sendur á staðinn til að taka út mannvirki og búnað fyrirtækisins.  Einnig gerir Landssambandið alvarlegar athugasemdir við að opinberir eftirlitsaðilar birti ekki upplýsingar um málið sem virðist hafa átt að fara leynt.

Landssambandið krefur ráðherra svara um hvernig ráðuneytið ætlar að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin þar sem ljóst sé að eftirlit með starfseminni er í skötulíki.  Þá fer Landssambandið fram á að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið áminni Matvælastofnun og Fiskistofu um að miðla upplýsingum um óhöpp í sjókvíaeldi sem erindi eiga við hagsmunaaðila og almenning, líkt og á sér stað við aðra mengandi stóriðju sem náttúru landsins getur stafað hætta af.

Allar nánari upplýsingar gefur formaður LV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins