fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2024
Eyjan

Una til Íbúðarlánasjóðs – Vill breyta viðhorfinu til leigumarkaðarins

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 19. febrúar 2018 08:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Una Jónsdóttir

Una Jónsdóttir hagfræðingur hefur verið ráðin til að stýra deild leigumarkaðsmála hjá Íbúðalánasjóði, samkvæmt tilkynningu. Una starfaði áður sem hagfræðingur í hagdeild sjóðsins og hafði þar meðal annars með höndum greiningar á stöðu leigjenda og ástandi leigumarkaðarins.

Deild leigumarkaðsmála styður við það markmið Íbúðalánasjóðs að stuðla að því að landsmenn búi við öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum en á Húsnæðisþingi sem fram fór í október sl. kom skýrt fram að hluti leigjenda býr við kröpp kjör og lítið húsnæðisöryggi.

 

Einungis 14% leigjenda vilja vera á leigumarkaði

Eitt helsta verkefni deildar leigumarkaðsmála er að vinna að því að gera leigumarkaðinn að raunverulegum valkosti fyrir fólk. Kannanir sem Íbúðalánasjóður gerði í fyrra sýndu að einungis 14% leigjenda eru á leigumarkaði vegna þess að þeir vilja vera þar. Deildin safnar og vinnur úr upplýsingum um leigumarkaðinn en talið er að aukinn áreiðanleiki gagna og bætt upplýsingamiðlun um leigumarkaðinn sé eitt af því sem þurfi til þess að gera hann að raunverulegum valkosti.

 

Skortur á leiguhúsnæði kemur verst niður á jaðarhópum

Tölur frá Reykjavíkurborg sýna að fjöldi utangarðsfólks hefur aukist um 95% frá árinu 2012 og má það að miklu leyti rekja til skorts á leiguhúsnæði og kemur það einmitt verst niður á jaðarhópum sem hafa hingað til aðallega verið á höndum sveitarfélagana. Íbúðalánasjóður telur að skoða þurfi hvort  aukinn stuðningur þurfi að koma til, til þess að sinna öllu því fólki sem þarf á húsnæði að halda.

„Ég er afar spennt að takast á við þetta stóra verkefni. Leigumarkaðurinn hefur ekki alltaf fengið næga athygli, meðal annars af því að áreiðanleg gögn og greiningar um markaðinn hefur skort. Einnig hefur þótt hálfgert neyðarúrræði að vera á leigumarkaði og áhugi á honum þannig kannski ekki mikill. Við ætlum að reyna snúa þeirri þróun við. Það verður alltaf hlutfall þjóðarinnar sem þarf að treysta á öruggan leigumarkað og því er mikilvægt að hann sé til staðar. Deild leigumarkaðsmála greinir markaðinn og þarfir þeirra sem þar eru og kemur með tillögur að úrbótum. Í gegnum tíðina hefur margt áunnist varðandi stöðu leigjenda en betur má ef duga skal. Það þarf að þroska leigumarkaðinn og hlusta á þarfir allra aðila sem þar eru, og er það einn helsti tilgangur starfs leigumarkaðsdeildarinnar,“

segir Una Jónsdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fjártæknifyrirtækið YAY aðstoðar við dreifingu bótagreiðslna í Kanada

Fjártæknifyrirtækið YAY aðstoðar við dreifingu bótagreiðslna í Kanada
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Vanþekking á sveppum varð þeim að aldurtila

Steinunn Ólína skrifar: Vanþekking á sveppum varð þeim að aldurtila
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton BIeltvedt skrifar: Aðferðafræði fáránleikans – Húsnæðiskostnaður hækkar vísitölu, sem hækkar verðbólgu og vexti – afleiðingin: of dýrt að byggja til að lækka húsnæðiskostnað!

Ole Anton BIeltvedt skrifar: Aðferðafræði fáránleikans – Húsnæðiskostnaður hækkar vísitölu, sem hækkar verðbólgu og vexti – afleiðingin: of dýrt að byggja til að lækka húsnæðiskostnað!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað á að gera við skakka heildarmynd?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað á að gera við skakka heildarmynd?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur hæstánægður með sérfræðinga RÚV – „Af minni eigin sjálfumgleði minntu þau á sjálfan mig þegar ég fæ að tala um urriða!“

Össur hæstánægður með sérfræðinga RÚV – „Af minni eigin sjálfumgleði minntu þau á sjálfan mig þegar ég fæ að tala um urriða!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Mörg ríki hanga milli vonar og ótta á húninum í Brussel

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Mörg ríki hanga milli vonar og ótta á húninum í Brussel
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn segir málflutning Ögmundar ömurlegan – „Vladimír Pútín Rússlandsforseti gaf fyrirmælin um tilefnislausa og ólögmæta innrás í Úkraínu“

Björn segir málflutning Ögmundar ömurlegan – „Vladimír Pútín Rússlandsforseti gaf fyrirmælin um tilefnislausa og ólögmæta innrás í Úkraínu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór sýnir myndir sem slá vopnin úr höndum ráðherra – „Eignarhald kennir ekki virðingu“

Ragnar Þór sýnir myndir sem slá vopnin úr höndum ráðherra – „Eignarhald kennir ekki virðingu“