fbpx
Miðvikudagur 06.nóvember 2024
Eyjan

Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, sakaður um njósnir fyrir Sovétríkin

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 19. febrúar 2018 12:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jeremy Corbyn formaður Verkamannaflokksins. Mynd/EPA

Leiðtogi breska Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, er í miklum vandræðum þessa dagana. The Sun birti á fimmtudag gögn sem segja að Corbyn hafi þrívegis hitt Tékkóslavneskan njósnara á árunum 1986-1987, þar af tvívegis í fulltrúardeild breska þingsins. Njósnaranum, Ján Sarkocy, var síðar vísað frá Bretlandi af Margaret Thatcher, vegna njósna fyrir Sovétríkin. Corbyn hefur viðurkennt að hafa hitt diplómata frá Tékkóslóvakíu, en neitar að hafa gefið upp viðkvæmar upplýsingar.

The Sun birti á fimmtudag upplýsingar úr njósnaskýrslum Statni Bezpecnost (StB) leyniþjónustu gömlu Tékkóslóvakíu, þar sem kemur fram að Corbyn hitti Sarkocy minnst þrisvar á árunum 1986-1987. Corbyn fékk meira að segja leyninafnið COB hjá leyniþjónustu Tékka.

Sarkocy, sem starfaði undir nafninu Jan Dymic, segir að Corbyn hafi reynst sér vel og hafi vel vitað að hann væri njósnari.

 

Sir Richard Dearlove, fyrrum yfirmaður MI6 leyniþjónustunnar í Bretlandi og sérfræðingur um málefni Tékkóslóvakíu, sagði að um „dæmigerða  ræktun“ njósnara væri að ræða, eftir að hafa kynnt sér njósnagögnin.

„Annaðhvort var Corbyn ótrúlega barnalegur eða hann vissi algjörlega hvað var að gerast, þannig að hann var samsekur í þessu öllu. Þetta eru ósvikin gögn sem sýna að hann var merktur og málið látið ganga lengra, á tímum þar sem þarlend yfirvöld voru að ofsækja gagnrýnendur stefnu sinnar. Þeir voru óvinir Vestursins,“

sagði Dearlove um þáverandi tékknesk yfirvöld og bætti við að KGB  hafi oft notað fulltrúa annarra Varjársbandalagsríkja til að nálgast breska þingmenn, þar sem þeir vöktu minni athygli en rússar.

Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, fordæmdi hverskyns fundi í þinghúsinu með njósnafulltrúa Rússlands og sagði slíka hegðun allsherjar svik við land sitt.

Í frétt The Sun kom einnig fram að Stasi, fyrrum leyniþjónusta Austur-Þýskalands, eigi mikið af gögnum um Corbyn, en Corbyn sjálfur verður að gefa leyfi fyrir birtingu þeirra, samkvæmt þýskum lögum.

Auk Corbyn eru 14 aðrir þingmenn breska Verkamannaflokksins nefndir í gögnunum, þar á meðal Ken Livingstone, fyrrum borgarstjóri Lundúna og John McDonnell, sem gegnir stöðu kanslara í skuggamálaráðuneytinu. Þeir hafa allir neitað aðild að málinu, segja ásakanirnar falskar og að Sarkocy hafi engan trúverðuleika.

Hannes Hólmsteinn Gissurason, sem er 65 ára í dag (til hamingju með daginn) segir á Facebook síðu sinni um helgina frá því að Össur Skarphéðinsson hafi einnig hitt Corbyn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ábyrgðarleysi og aumingjaskapur Vinstri grænna – óheilindi og aumingjaskapur sjálfstæðismanna?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ábyrgðarleysi og aumingjaskapur Vinstri grænna – óheilindi og aumingjaskapur sjálfstæðismanna?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Telur að forsetakosningarnar geti endað með stórsigri

Telur að forsetakosningarnar geti endað með stórsigri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“