fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2024
Eyjan

Styrmir: Evrópuríkin treysta Bandaríkjunum ekki lengur

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 16. febrúar 2018 10:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson

Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, lætur öryggismál Evrópu sig varða í dag. Þar segir hann að ríki Evrópusambandsins ætli sér að stórauka samstarf sitt í öryggis- og varnarmálum, þar sem þau treysti ekki lengur á NATO með sama hætti og áður. Ástæðan fyrir því sé Donald Trump Bandaríkjaforseti.

Það er rétt hjá Styrmi að heimurinn treysti ekki Trump. Samkvæmt nýlegri Gallup könnun hefur tiltrú fólks um allan heim á forystuhlutverki Bandaríkjanna fallið hratt eftir embættistöku Trump. Könnunin tekur til 134 landa og aðeins 30% sögðust treysta á Bandaríkin til forystu þegar kemur að utanríkismálum, en hlutfallið var 48% í tíð Barack Obama.

Styrmir spyr hinsvegar hvort varnarsamstarfið þvert yfir Atlantshafið sé að fjara út:

„Til viðbótar kemur Brexit. Er varnarsamstarf meginlandsríkjanna og engilsaxa á enda? Rússland er efnahagslegt dvergríki en öflugt herveldi. Evrópuríkin eru öflugt efnahagsveldi en hernaðarlegt dvergríki. Þessi staða kallar á nýjar umræður um okkar stöðu og annarra ríkja við og í Norður-Atlantshafi. Evrópuríkin ein og sér hafa enga burði til að tryggja öryggi hér á Norður-Atlantshafi.  Við hljótum því enn að horfa til Atlantshafsbandalagsins og Bandaríkjanna í þeim efnum. Og höfum reyndar góða reynslu af báðum þessum aðilum.“

 

Samkvæmt Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, virðist þetta einmitt vera raunin, að auka samstarf NATO og Evrópu, ef marka má ummæli hans á NATO fundi í gær:

„Bandalaginu hefur á skömmum tíma tekist að laga sig að breyttu öryggisumhverfi með auknum varnarviðbúnaði. Vægi Norður-Atlantshafsins er að aukast sem endurspeglast í því að meiri áhersla verður lögð á eftirlit og viðbragð á þessari lífæð milli Evrópu og Norður-Ameríku”,

 

Á fundinum var meðal annars fjallað um aukið samstarf NATO og ESB, en fyrirhuguð eru einnig aukin framlög til varnarmála sem og stofnun sérstakrar undirherstjórnar sem fer með öryggismál á  Atlantshafi, samkvæmt tilkynningu utanríkisráðuneytisins. Ekki kom hinsvegar fram hvort Íslandi sé ætlað stærra hlutverk innan NATO með stofnun hinnar nýju undirherstjórnar, en lega Íslands hefur lítið breyst síðan í Kalda stríðinu og er því jafn mikilvæg nú sem áður fyrr.

Ljós er áhugi Bandaríkjanna á að vera hér með hernaðarviðbúnað og því virðist það aðeins spurning um hvenær, en ekki hvort, Ísland kemur til með að fá stærra hlutverk í öryggismálum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Akureyrarbær lækkar loks gjaldskrárnar

Akureyrarbær lækkar loks gjaldskrárnar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu: Ekki verið að leggja af samræmd próf heldur stórauka vægi þeirra og virkni

Forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu: Ekki verið að leggja af samræmd próf heldur stórauka vægi þeirra og virkni