fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Höfðafundurinn vindur enn upp á sig – Birgir Ármannsson segir frásögn Dags ekki rétta

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. febrúar 2018 11:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyþór og Dagur Samsett mynd/DV

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einn þeirra þingmanna sem sátu hinn sögulega fund í Höfða í vikunni, þar sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, bað Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, vinsamlegast um að yfirgefa svæðið. Fundurinn var boðaður af borgarstjórn Reykjavíkur og voru þingmenn Reykjavíkur gestir fundarins. Eyþór, sem er hvorki í borgarstjórn, né þingmaður, þáði þó boð utanríkisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, um að mæta.

Dagur svaraði gagnrýni Staksteina í gær, þar sem kom fram að Eyþór hafi ætlað sér að setjast í sæti sem ætlað var forsætisráðherra.

Þetta segir Birgir Ármannsson að sé ekki rétt:

„… einkennilegast í frásögn Dags og fréttaflutningi sem byggður er á henni er hvernig sæti forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, á fundinum er allt í einu orðið eitthvað umræðuefni eða jafnvel aðalatriði í þessu sambandi. Af fréttum sumra fjölmiðla mætti ætla að Eyþór hafi reynt að bola forsætisráðherra úr sæti sínu eða verið að troðast þangað áður en hún kom í fundarherbergið, en ekkert í líkingu við það átti sér stað. Væri hægt að fara út í lengri atvikalýsingar og umfjöllun um það ef tilefni væri til. Nægir að nefna að svo stöddu að sætaskipan á fundinum var ekki niðurnjörfuð heldur frekar laus í reipum – enda þessir fundir að jafnaði ekki mjög formlegir – og enginn settist eða reyndi að setjast í sæti einhvers annars.“

Þá segir Birgir að aukaatriðin hafi orðið að aðalatriðum í fréttaflutningi af málinu:

„Umræður um stjórnmál taka stundum á sig skrýtnar myndir og enda jafnvel alveg úti í skurði. Aukaatriði verða að aðalatriðum og öfugt. Í dag hafa nokkrir fjölmiðlar fjallað um samráðsfund þingmanna Reykjavíkur og borgarfulltrúa síðastliðinn mánudag. Hefur nokkuð verið vitnað í færslu Dags B. Eggertsson í þessu sambandi þar sem hann lýsir upplifun sinni af upphafi fundarins. Ekki upplifði ég þessi atvik með sama hætti og Dagur og áttaði mig ekki alveg á taugatitringi og ofurviðkvæmni hans gagnvart því að Eyþór Arnalds kæmi sem gestur á fundinn. En látum það vera. Því máli lauk þannig að þegar Dagur hafði lýst afstöðu sinni við upphaf fundar brást Eyþór þegar við af eðlislægri kurteisi og vék af fundi. Hófust umræður í framhaldi af því og gekk fundurinn í samræmi við áætlun og væntingar.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út