fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Meirihluti vill segja upp kjarasamningi vegna forsendubrests

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. febrúar 2018 19:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ

Meirihluti félagsmanna Rafiðnaðarsambands Íslands, vilja að kjarasamningum verði sagt upp vegna  forsendubrests. Þetta kemur fram á vef RSÍ.

Félagsmenn, sem tóku þátt í viðhorfskönnun, eru ósáttir við ákvarðanir kjararáðs á undanförnum árum sem þeir segja að stuðli að gríðarlegri misskiptingu í samfélaginu. Þá vilja þeir sjá breytingar á skattgreiðslum. málið er nú í höndum sameiginlegrar samninganefndar aðildarfélaga ASÍ, en endanlegrar niðurstöðu er að vænta í lok mánaðarins.

 

Frétt RSÍ:

Niðurstaða úr viðhorfskönnun um kjarasamninga

Rafiðnaðarsamband Íslands stóð fyrir viðhorfskönnun á meðal félagsmanna til þess að fá fram afstöðu þeirra til þess hvað eigi að gera við endurskoðun kjarasamninganna sem fram fer fyrir lok þessa mánaðar. Ljóst er að forsendur brustu fyrir ári síðan en ákveðið var á þeim tímapunkti að fresta ákvörðun til þessa árs. Var það samninganefnd ASÍ sem náði samkomulagi við Samtök atvinnulífsins um þá frestun.

Meirihluti félagsmanna RSÍ vilja að kjarasamningum verði sagt upp núna enda skýr forsendubrestur. Helstu þættir sem félagsmenn eru ósáttir við er fyrst að nefna ákvarðanir kjararáðs á undanförnum árum og eru að stuðla að gríðarlegri misskiptingu í samfélaginu. Þessum úrskurðum verður að breyta! Þessi þáttur er lang veigamestur. Menn vilja jafnframt sjá breytingar á skattgreiðslum svo dæmi séu nefnd. Nú er verkefnið í höndum samninganefndar ASÍ um hver endanleg niðurstaða verður í samtökunum en unnið er að því að ná fram ásættanlegum breytingum. Endanlegrar niðurstöðu er að vænta í lok febrúar en eins og staðan er í dag þá er ákvörðunin í höndum sameiginlegrar samninganefndar aðildarfélaga ASÍ.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út