fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Samtök atvinnulífsins: Launagreiðslur örfyrirtækja um 143 milljarðar árið 2016

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. febrúar 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fyrirtæki með 1-9 starfsmenn eru mjög mikilvæg í íslensku atvinnulífi. Árið 2016 greiddu þau rúmlega 143 milljarða króna í laun og borguðu rúmlega 37 þúsund manns laun. Þetta kemur fram í sérvinnslu Hagstofu Íslands sem var unnin fyrir Samtök atvinnulífsins og kynnt á Smáþingi Litla Íslands. Í hagskýrslum eru þessi fyrirtæki kölluð örfyrirtæki en það er sannarlega ekkert smátt þegar kemur að umfangi þeirra í hagkerfinu og mikilvægt að hlúa vel að þeim,“

segir í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins.

Vantar betri upplýsingar
Hagtölur um fyrirtæki eftir stærð eru almennt ekki birtar hér á landi öfugt við nágrannaríkin og eru m.a. birtar á vef ESB árlega. Upplýsingar ESB fjalla um fjölda fyrirtækja, starfsmannafjölda og virðisauka eftir stærð fyrirtækja í mismunandi atvinnugreinum. Upplýsingarnar gefa færi á að leggja mat á mikilvægi smárra, meðalstórra og stórra fyrirtækja í sköpun atvinnu og verðmæta. Jafnframt er unnt að leggja mat á þróunina, t.d. hvaða stærðarflokkar fyrirtækja eru í örustum vexti og leggja mest til fjölgunar starfa og aukinnar verðmætasköpunar.

Samtök atvinnulífsins telja mikilvægt að sambærilegar upplýsingar séu útbúnar um íslenskt atvinnulíf. Af því tilefni var þess farið á leit við Hagstofu Íslands að útbúa fyrirtækjatölfræði um íslenskt atvinnulíf á grundvelli staðgreiðsluskrár RSK, sem Hagstofan hefur aðgang að til upplýsingavinnslu, sem skapar möguleika á því að útbúa slíka fyrirtækjatölfræði um íslenskt atvinnulíf. Gögnin eru þeim annmörkum háð að þau innihalda ekki upplýsingar um stóran hluta einyrkja sem eru með rekstur á eigin kennitölu.

Gögn Hagstofunnar fela í sér flokkun íslenskra fyrirtækja eftir stærð þar sem í hverjum stærðarflokki kemur fram fjöldi fyrirtækja, fjöldi starfsmanna og heildarlaunagreiðslur á árunum 2010-2016. Upplýsingarnar taka til allra launagreiðenda að undanskildum stofnunum ríkis og sveitarfélaga, lífeyrissjóðum eða félagasamtökum. Niðurstöðurnar ættu því að samsvara almennum skilningi á hugtakinu atvinnulíf (e. business sector).

Fyrirtæki eru yfirleitt flokkuð í fjóra flokka eftir stærð; örfyrirtæki, lítil fyrirtæki, meðalstór fyrirtæki og stór fyrirtæki. Flokkunin fer eftir starfsmannafjölda og eru örfyrirtæki með færri en 10 starfsmenn, lítil fyrirtæki með 10-49 starfsmenn, meðalstór fyrirtæki með 50-249 starfsmenn og stór fyrirtæki með 250 starfsmenn eða fleiri. Öll fyrirtæki með færri en 250 starfsmenn flokkast þannig sem lítil og meðalstór fyrirtæki.

Helstu niðurstöður

  • 19.500 launagreiðendur voru í atvinnulífinu árið 2016, þar með talið 10.000 einkahlutafélög sem greiða eingöngu eiganda sínum laun
  • Fyrirtæki með færri en 250 starfsmenn flokkast sem lítil og meðalstór fyrirtæki.
  • 99,6% fyrirtækja á Íslandi eru lítil og meðalstór fyrirtæki
  • Lítil og meðalstór fyrirtæki höfðu 71% starfsmanna í atvinnulífinu í vinnu árið 2016
  • Lítil og meðalstór fyrirtæki greiddu 66% heildarlauna í atvinnulífinu árið 2016
  • Litlum og meðalstórum fyrirtækjum fjölgaði um 3.250 (20%) milli áranna 2010 og 2016
  • Starfsmönnum lítilla og meðalstórra fyrirtækja fjölgaði um 20.700 (24%) milli 2010 og 2016
  • Heildarlaunagreiðslur í atvinnulífinu námu rúmlega 760 milljörðum króna árið 2016 og jukust um 73% frá árinu 2010.
  • Heildarlaunagreiðslur lítilla og meðalstórra í atvinnulífinu námu rúmlega 530 milljörðum króna árið 2016 og jukust um 78% frá árinu 2010.

Sjá nánar:

Vægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja – ítarlegar niðurstöður (PDF)

Tengt efni:

Könnun Litla Íslands fyrir Smáþing

Upptökur frá Smáþingi Litla Íslands

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út