fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Ragnar Þór um gróða leigufélaganna: „Allar þessar upplýsingar öskra á breytingar“

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. febrúar 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR

Trúnaðarráð VR samþykkti í gær á fundi sínum að veita stjórn VR umboð til þess að vinna að ódýru  leiguhúsnæði. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur viðrað þessa hugmynd að undanförnu og vill stuðla að lægra leiguverði hér á landi. Þá berast þær fregnir úr viðskiptalífinu að leigufélög græði á tá og fingri. Má þar nefna fasteignafélagið Reiti, sem hagnaðist um 140% milli ára og fasteignafélagið Heimavelli, sem hagnaðist um 22,5% milli ára.

Ragnar Þór sagði við Eyjuna að slíkar fréttir undirstrikuðu þörfina á öðrum valkosti:

„Þessi græðgisvæðing undirstrikar mikilvægi þess að verkalýðshreyfingin spyrni við fótum og kynni til sögunnar nýtt módel, nýtt viðhorf á þessum markaði. Allar þessar upplýsingar öskra á breytingar. Það segir sig bara sjálft. Við í VR héldum fund í gær þar sem trúnaðarráð veitti stjórninni umboð til þess að fara með málið áfram og því mjög stór sigur unnin þar. Við erum að færast skrefinu nær að láta þetta  verða að veruleika,“

segir Ragnar. Hann segir einnig að leigufélög græði á neyð fólks:

„Þetta er bara gengdarlaus græðgi og ekkert annað. Þessi fyrirtæki eru að græða á neyð fólks. Það er það sem mér finnst þurfa að ræða betur. Það er ákveðið ástand á leigumarkaði og þessi leigufélög hafa verið uppvís að því að nýta sér þetta ástand til hins ýtrasta. Það er dapurlegt, en gefur okkur í verkalýðshreyfingunni tækifæri til að spyrna við þessari þróun og koma inn á þennan markað með hagstæðari valkost.“

 

Fleiri taka í svipaðan streng og Ragnar. Gunnar Smári Egilsson skrifar um hagnað Heimavalla á Facebook í dag:

„Hér er leigufélag sem leigir út 1670 íbúðir í byrjun árs, bætir við 330 íbúðum yfir árið og leigir út í árslok 2000 íbúðir. Það jafngildir um 1835 íbúðum yfir allt árið. Af þessu verður til 2700 milljón króna hagnaður (tæplega 1,5 m.kr. á íbúð). Þar af eru 700 m.kr. tilkomnar vegna endurmats eigna en 1600 milljónir króna eru hagnaður vegna útleigu. Það gera 872 þúsund krónur á ári á hverja íbúð. Það er skatturinn sem láglaunafólk greiðir auðvaldinu á hverju ári, örfáum manneskjum sem hafa sölsað undir sig allan auð í samfélaginu. Tæplega 73 þúsund krónur í hverjum mánuði! Láglaunafólkið þrælar í tveimur og þremur vinnum við að geta haldið íbúðinni sinni og borgar í leiðinni hinum allra ríkustu 73 þúsund krónur um hver einustu mánaðamót! Hver bað um þetta óskapnaðarkerfi? Hvert er réttlætið í þessu? Af hverju er þessum glæpafyrirtækjum ekki lokað strax í dag og íbúðunum skipt á milli leigjendanna. Finnst ykkur það róttæk hugmynd? Hún er það alls ekki, þetta eru hin klassísku viðbrögð við sambærilegu lénskerfi og stjórnvöld hafa leyft að verða til á íslenskum húsnæðismarkaði.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Bellingham valinn bestur
Gaf Díegó í jólagjöf
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út