Í framhaldi af umræðunni um mikinn akstur þingmanns kemur G. Valdimar Valdemarsson með mjög athyglisverðan punkt. Hann lýtur að jafnræði frambjóðenda í kosningum. G. Valdimar skrifar:
Ég hef verið í framboði í fyrsta sæti fyrir Bjarta framtíð í Norðvestur kjördæmi. Ég þurfti að taka mér frí frá vinnu og ferðast um kjördæmið enda á milli á eigin kostnað í 2 mánuði.
Á sömu fundi komu sitjandi þingmenn í vinnutímanum og ferðakostnaður greiddur af Alþingi. (Sumir komu nú reyndar á ráðherrabílnum með bílstjóra)
Hér er vitlaust gefið og það væri fróðlegt að fá t.d álit ÖSE á því hvort þetta forskot sitjandi þingmanna í kosningabaráttu stenst þeirra viðmið um sanngjarnar kosningar og eðlilega framkvæmd kosningabaráttu.