fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

„Sárt er að verða vitni að samtali sem opinberar slíka mannfyrirlitningu“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 6. desember 2018 15:00

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar fordæmir ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem féllu á veitingastaðnum Klaustri þriðjudagskvöldið 20. nóvember. Í tilkynningu segir að hegðun af því tagi sé engum sæmandi og allra síst kjörnum fulltrúum á Alþingi Íslendinga.

„Sárt er að verða vitni að samtali sem opinberar slíka mannfyrirlitningu. Vandséð er hvernig hægt sé að ætlast til þess að samstarfsfólk þingmannanna á Alþingi vinni með þeim á ný — ekki síst ef haft er í huga að afsökunarbeiðnir viðkomandi þingmanna hafa að mestu einkennst af undanbrögðum frekar en iðrun. Upptökurnar eru jafnframt, og því miður, til vitnis um bakslag í jafnréttisbaráttu kynjanna, í baráttu kvenna, fatlaðs fólks og hinsegin fólks. Það er grátlegt að jaðarsettir hópar þurfi að sitja undir slíkum árásum enn þann dag, sér í lagi af hálfu þeirra sem setja lög í landinu um réttindi þeirra og kjör.“

Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar telur að vegna framgöngu sinnar og viðbragða séu viðkomandi þingmenn rúnir trausti. Óskandi væri að þeir settu virðingu Alþingis og traust á stjórnmálum í landinu ofar eigin hag og segðu af sér þingmennsku.

„Samfylkingin er flokkur jafnaðarmanna og málsvari mannréttinda, jafnréttis og kvenfrelsis, og lítur á þannig á það sem hlutverk sitt að styðja við og valdefla þá hópa sem jaðarsettir eru í samfélaginu,“

segir í tilkynningu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK