fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Eyjan

Anna Kolbrún útilokar ekki afsögn

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 5. desember 2018 09:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, segir í Morgunblaðinu í dag ekki ætla að segja af sér vegna Klaustursmálsins. Hún var einnig til viðtals í morgun í Bítinu á Bylgjunni hvar hún í upphafi þáttar ítrekaði þá afstöðu sína. Vildi hún ekki bera ábyrgð á orðum annarra:

„Ég verð að horfa framan í það sem var og læra af því, ef að ég hverf á braut þá er ekkert sem segi að ég þurfi að læra af því. En með því að vera, þá gerir það mér að þurfa að laga mig sem manneskju. Ég þagði. Ég er ekki með góða rödd, það heyrist ekki hátt í mér. Ég hefði átt að fara. Ég þoli ekki neðanbeltisbrandara.“

Í Morgunblaðinu segist Anna Kolbrún það ekki á hennar ábyrgð þegar drukknir menn tali, en Anna segist sjálf ekki hafa verið drukkin, hún hafi drukkið einn stóran bjór og einn lítinn bjór, á um þremur klukkutímum:

„Ég geri mér grein fyrir því að ég lét þetta viðgangast. En á sama tíma geri ég mér fulla grein fyrir því að það er ekki á mína ábyrgð að stoppa það þegar drukknir menn tala. Ég hefði átt að fara fyrr en ég gerði.“

Bíður úrskurðar siðanefndar

Í Morgunblaðinu er Anna spurð hvort hún muni íhuga stöðu sína að nýju eftir að úrskurður siðanefndar Alþingis liggur fyrir:

„Þá kemur upp ný staða sem ég þarf að takast á við.“

Anna og Sigmundur Davíð voru einnig spurð að þessu í Bítinu í morgun. Þar sagðist Sigmundur ekki eiga von á því að segja af sér þó svo siðanefnd komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi brotið siðareglur.

Anna Kolbrún vildi þó ekki útiloka að hún myndi íhuga stöðu sína að nýju:

„Ég er mjög sátt við að þetta fór hratt og vel í gegnum Forsætisnefnd og svo til siðanefndar. Mig minnir að ég hafi sagt í Morgunblaðsviðtalinu að við þurfum að taka stöðuna aftur, ekki að maður sé að vona að ég sleppi á einhvern máta…“

„En muntu endurskoða þína stöðu?“

„Mér finnst ágætt að þegar, segjum eftir tvo daga, þá er ég kannski orðin skýrari í kollinum, eftir 15 daga verð ég komin með enn betri mynd, ég get ekki sagt hvort, hvernig eða hvenær, ég verð bara að fá að taka mína daga og fara á fætur á morgnana og klára daginn,“

sagði Anna Kolbrún.

Freyja- Eyja

Í Klaustursupptökunum virðist sem að Anna Kolbrún eigi upptökin á því að nefna Freyju Haraldsdóttur til sögunnar. Í kjölfarið virðist sem að einhver sexmenninganna framkalli það sem talið hefur verið selahljóð. Hefur Sigmundur Davíð verið duglegur við að finna annarskonar skýringar á hljóðinu, talað um að stóll sé að hreyfast, reiðhjól að bremsa, eða önnur umhverfishljóð.

Sjá nánarLeyniupptaka:Hlustaðu á þingmenn gera grín að Freyju Haralds – Hermdi eftir sel

Í Morgunblaðinu ítrekar Anna að hún kannist ekki við að neinn hafi framkallað slíkt hljóð umrætt kvöld á Klaustur bar:

„Hverjum datt í hug að velta fyrir sér hugtakinu selur og tengja það við Freyju Haraldsdóttur? Hvaða fordómum býr sá yfir sem skrifaði fyrstu fréttina um það?“

Að vera, eða vera ekki þroskaþjálfi

Anna Kolbrún titlaði sig þroskaþjálfa á vef Alþingis, sem og í auglýsingu fyrir Alþingiskosningar árið 2007. Anna er hinsvegar ekki lærður þroskaþjálfi, en það er lögverndað starfsheiti og varðar við lög að nota starfsheitið með misvísandi hætti, líkt og Þroskaþjálfafélag Íslands hefur bent á.

Í Morgunblaðinu segir Anna að líklega hafi hún árið 2007 verið titluð sem þroskaþjálfi þar sem hún hafi sinnt slíku starfi í Síðuskóla á Akureyri, en hún hafi aldrei haldið því fram sjálf að hún væri þroskaþjálfi:

„Frambjóðendur þurftu að tiltaka við hvað þeir störfuðu og í mínu tilviki var ég ráðin í stöður þroskaþjálfa og fagstjóra sérkennslu yngsta stigs í grunnskóla.“

Sjá nánar: Steingrímur um Önnu Kolbrúnu og ferilskrána:„Um mislestur að ræða“ – Þroskaþjálfafélagið stendur fast á sínu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“