fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Eyjan

Handbókin í bókahillu Miðflokksins – „Efni okkar mun gera þig að miðpunktinum á hverfisbarnum þínum“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 4. desember 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brandarabók um barferðir er í öndvegi í bókahillu þingflokksherbergs Miðflokksins í Alþingishúsinu. Glöggt er gests augað og brandarabókin var það fyrsta sem Daníel Gauti Georgsson rak augun í þegar hann gekk hring um herbergið, en Alþingishúsið var opið gestum á laugardag, á Fullveldisdaginn.

Bókin heitir Man Walks Into A Bar 2, eða Maður gengur inn á bar 2, eftir Jonathan Swan og er eins og titillinn gefur til kynna samansafn fimmaurabrandara sem tengjast barferðum með ýmsu móti, heimsóknum á barinn og tilvalið að henda fram einum eða fleiri á meðan öl er haft um hönd. Í kjölfar Klausturmálsins er tilvera bókarinnar í bókahillu þó hálf hlægileg, þó svo orðfæri sexmenninganna hafi alls ekki verið hlægilegt.

Daníel Gauti gat ekki stillt sig um að smella mynd af bókinni og birti hana á Facebook-síðu sinni, en hann skoðaði sig um í herbergjum allra þingflokkanna. Í samtali við Fréttablaðið segist hann ekki hafa haft neinn sérstakan áhuga á Miðflokknum þrátt fyrir að flokkurinn hafi verið í brennidepli eftir að leyniupptökurnar frá Klaustri urðu heyrinkunnar.

„Ég fór í öll herbergin en fór nú aðallega bara til þess að skoða húsið sjálft. Ég gekk þarna hring í herberginu, lít í hilluna og það fyrsta sem ég sé er þessi bók. Ég varð eiginlega bara að taka mynd af þessu og ætlaði nú bara að sýna mínum nánustu hana,“ segir Daníel, sem bætir við að honum hafi fundist áhugavert að rekast á bókina þarna og í ljósi Klausturumræðunnar gat hann ekki stillt sig um að pósta myndunum á Facebook.

„Mér sýnist flestum nú bara finnast þetta vera fyndið. Ég hef samt fengið einhverja sorgarkalla á þetta líka, en þetta er fyndið í ljósi alls þessa, þótt ég viti ekki alveg hvað manni á að finnast um þetta allt mál allt saman. Þetta er nú samt fyndinn vinkill á þessu.“

„Efni okkar mun gera þig að miðpunktinum á hverfisbarnum þínum eða vekja andstyggð á þér heima fyrir,“ segir útgefandinn um bókina og ratast honum þar sönn orð á blað, því sitt sýnist hverjum um Klausturmálið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“