fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Eyjan

Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar um kvenfyrirlitningu í stjórnmálum – „Fékk bágt fyrir að verja kellinguna“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 4. desember 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bryndís Gunnlaugsdóttir, fyrrum forseti bæjarstjórnar í Grindavík, formaður SUF og varaþingmaður tjáir sig um Klausturgate málið í nýlegri stöðufærslu á Facebook.

Hún byrjaði ung í stjórnmálum og segist oft og ítrekað hafa fundið fyrir kvenfyrirlitningu í starfinu. Segir hún lýjandi að þurfa endalaust að takast á við þá fordóma, en á sama hætti maður að taka eftir þeim og sætti sig við þá sem hluta um umhverfinu.

Segir hún þá karlmenn sem stóðu með henni og börðust gegn þessu viðhorfi vera það sem stendur upp úr þegar hún horfir til baka. Nefnir hún þar bæði eigin flokksmenn og andstæðinga sína í pólitík.

Að lokum hvetur Bryndís konur sem starfa í stjórnmálum í dag til að standa keikar, „því þeim fjölgar stöðugt sem taka slaginn með okkur.“

Stöðufærslu Bryndísar má lesa í heild hér fyrir neðan:

Sem fyrrverandi stjórnmálakona fagna ég umræðunni sem hefur átt sér stað eftir að samtal klausturgate-þingmannanna var opinberuð er sýnir hvernig ákveðnir aðilar með völd tala gagnvart konum, fötluðum og samkynhneigðum.
Ég byrjaði ung í stjórnmálum og 29 ára gömul var ég orðin forseti bæjarstjórnar í Grindavík, áður hafði ég verið formaður SUF og varaþingmaður. Ég fann oft og ítrekað fyrir kvenfyrirlitningu í mínu starfi. Það er lýjandi að þurfa endalaust að takast á við þessa fordóma og hafa á tilfinningunni hvernig talað er um mann bak við tjöldin. Á sama tíma hættir maður að taka eftir þessu, sættir sig við þetta sem part af umhverfinu. Því er mikilvægt að umræður sem þessar séu opinberaðar svo fólk átti sig á því hvernig sumir valdamenn tala og er þetta staðfesting á því starfsumhverfi sem konur í stjórnmálum lifa við. Að tilfinning kvenna um hvernig er rætt um þær bak við tjöldin sé ekki einhver vænisýki.
Það sem stendur upp úr þegar ég horfi til baka eru karlmennirnir sem börðust gegn þessu viðhorfi og stóðu með mér. Það eru þessir menn og sambærilegir sem munu hafa mest áhrif á að uppræta svona viðhorf og samtöl.
Fremstur meðal jafningja var Páll Jóhann Pálsson samstarfsmaður minn í flokknum og bæjarstjórn. Í hvert sinn sem vegið var að mér ómálefnalega, hvort sem það var með kvenfyrirlitningar undirtón eða ekki, var hann mættur að verja mig.
Páll Valur Björnsson var líka frábær, hann var í öðrum flokki og var í minnihluta þegar ég var í meirihluta – og seinna vorum við saman í meirihluta. Hvernig hann stóð upp fyrir mér og oft á sinn kostnað, gagnvart kvenfyrirlitningu ákveðinna aðila í samfélaginu var ómetanlegt. Hann gerði það óumbeðinn bæði þegar hann var „andstæðingur“ og þegar við vorum samherjar og oft fékk hann bágt fyrir hjá karlmönnum í samfélaginu fyrir að verja „kellinguna“.
Svo verð ég að nefna Róbert Ragnarsson sem var bæjarstjóri. Hann var duglegur að opna augu mín gagnvart kvenfyrirlitningu þegar ég var ósjálfrátt komin í vörn og farin að loka augunum gagnvart raunveruleikunum.
Af hverju nefni ég þetta hér? Ég geri það vegna þess að þessir karlmenn stóðu upp meðan aðrir hefðu hugsanlega setið og tekið þegjandi þátt. Takk fyrir að standa með mér og öllum hinum konunum sem unnu með okkur í bæjarstjórn Grindavíkur og um leið öllum er vilja jafnrétti. Megi fleiri fylgja fordæmi ykkar
Konur sem starfa í stjórnmálum í dag – stattu keik – því þeim fjölgar stöðugt sem taka slaginn með okkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“