Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, fá ekki þingfararkaup á meðan þeir eru í leyfi frá Alþingi. Líkt og Eyjan greindi frá á föstudaginn kom það fram í bréfi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, að þeir áformuðu að taka sér leyfi frá þingstörfum vegna ummæla þeirra á Klaustur Bar miðvikudagskvöldið 20. nóvember síðastliðinn. Töluðu þeir á vægast sagt niðrandi hátt um ýmsa einstaklinga, þar á meðal aðra þingmenn.
Sjá einnig: Kölluðu Ingu Sæland klikkaða kuntu – „Hún getur grenjað um þetta en getur ekki stjórnað“
Sjá einnig: Mikill munur á orðræðu Gunnars fyrir og eftir birtingu
Sjá einnig: Gunnar Bragi og Bergþór óvelkomnir á Bessastaði – Vandræðalegt andrúmsloft
Gunnar Bragi og Bergþór eru sem þingmenn með yfir 1,3 milljón krónur í mánaðarlaun. Það sem þeir forfallast ekki heldur eru í leyfi fá þeir ekki greitt þingfararkaup, þetta kemur fram í lögum um þingfararkaup og hefur Eyjan fengið það staðfest hjá Helga Bernódussyni, skrifstofustjóra Alþingis.
Þingmenn fá greidd laun fyrir fram, þar sem Sigmundur Davíð sagði í bréfi sínu sem sent var síðdegis þann 30.nóvember að þeir hygðust fara í leyfi, þá þýðir það að þeir Gunnar Bragi og Bergþór fá greidd laun fyrir desembermánuð. Varaþingmenn verða kallaðir inn í staðinn fyrir þá tvo, varaþingmenn fá greitt fullt þingfararkaup.
Eyjan mun streyma beint frá setningu Alþingis kl. 15 í dag.