fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Vigdís Hauksdóttir segir braggamálið líklegt til að enda á borði lögreglu

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 27. desember 2018 15:42

Dagur B. Eggertsson, Hrólfur Jónsson, Vigdís Hauksdóttir og frægasti braggi á Íslandi. Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur gagnrýnt braggamálið harðlega undanfarna mánuði. Hún sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að líklega gæti málið endað sem lögreglumál:

 „Ég ætla ekki að kveða upp úr um það fyrr en ég er búin að fá frekari svör frá innri endurskoðanda,“

sagði Vigdís í fyrstu, en þegar hún var spurð að því hvort hægt yrði að fá upplýsingar um eyðingu tölvupósta án þess að gera málið að lögreglumáli, svaraði Vigdís:

 „Líklega ekki, því það þarf dómsúrskurð til þess að komast í förguð skjöl, upptökur og annað, það þarf að fara með slíkt fyrir héraðsdóm og fá dómsúrskurð til þess að nálgast það. Kannski ekki ég, en það þarf kannski eitthvað annað afl, einhver annar en ég, þá verðum við bara að skoða það eftir áramótin.“

Vigdís sagði einnig að líklega þyrfti einhvern annan en hana til þess að fara með málið á borð lögreglu, en það væri fyrst og fremst ríkislögreglustjóri sem hefði forgöngu í slíkum málum.

Þá nefndi hún að það sem Borgarskjalasafn Reykjavíkur hefði sett fram varðandi förgun tölvupósta, ætti að gefa nægilega ástæðu til að skoða málið á æðri stigum, en Borgarskjalasafn sagði lög og reglur um skjalastjórn opinberrastofnana hafa verið þverbrotnar.

Augljós lögbrot

Vigdís sagði það borðliggjandi að um lögbrot væri að ræða í ýmsu sem snýr að braggamálinu, það væri öllum ljóst við lestur skýrslu innri endurskoðunar:

„Eftir lestur þessarar skýrslu er það alveg augljóst mál að þar er ennþá mörgum spurningum ósvarað, sem verður að kafa betur ofan í, eins og þessi lögbrot sem blasa við eftir lestur skýrslunnar,“

og nefndi Vigdís förgun tölvupósta sem dæmi, þar sem gögnum hefði verið eytt. Sagðist Vigdís ætla að krefjast þess að innri endurskoðandi yrði til svara á næsta borgarráðsfundi, ef meirihlutinn gæfi leyfi fyrir því. Þar sagðist hún ætla krefja innri endurskoðanda svara og fara með málið lengra, ef svörin yrðu ekki fullnægjandi.

Vigdís sagði að það væri augljóst á lestri skýrslunnar að þeir sem þar væru til umfjöllunar væru að reyna að „fela spor sín“ í málinu með því að eyða tölvupóstum og skrifa tölvupósta „ofan í“ eldri tölvupósta, þannig að upprunalegu tölvupóstarnir sæjust ekki.

Sagði hún að nauðsynlegt væri að fá leyfi hjá þeim sem tölvupóstarnir sneru að, til að rannsaka þá, sem og hýsingaraðilanum, þar sem afrit ættu að vera til af öllum rafrænum skrefum sem tekin væru, eins og tölvupóstum.

Aðspurð hvort hún væri að fullyrða um að borgarstjóri hefði eytt sínum tölvupóstum, svaraði Vigdís:

 „Já það er svona verið að ýja að því í skýrslunni, að það eru ekki til samskipti þar á milli, því að borgarstjóri og Hrólfur höfðu alfarið með braggamálið og fleiri verkefni að gera, sem eru inn í þessari skrifstofu og hoppað yfir borgarritara.“

Vigdís sagði ranglega, að samkvæmt skýrslunni hefðu tölvupóstar borgarstjóra verið rannsakaðir. Hið rétta er að aðeins voru tölvupóstar Hrólfs Jónssonar, skrifstofustjóra skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og verkefnisstjóra sömu deildar verið til rannsóknar.

Dagur B. Eggertsson fullyrti hinsvegar við DV Sjónvarp að hans tölvupóstar hefðu verið rannsakaðir. Eyjan fékk það staðfest hjá innri endurskoðun að tölvupósthólf borgarstjóra hefðu ekki verið til rannsóknar.

Sjá nánarBraggamálið:Svör borgarstjóra á skjön við skýrslu Innra eftirlits Reykjavíkurborgar

Braggamálið og landsdómsmálið

Þá nefndi Vigdís að samkvæmt skýrslu innri endurskoðunar hefði lítið verið til um gögn og fundargerðir vegna braggamálsins, sem stæðist ekki íslensk stjórnsýslulög og bar hún það saman við Landsdómsmál Geirs H. Haarde:

„Því við munum það nú alveg eins og í Landsdómsmálinu, þá var það einhver óreiða á fundargerðum sem varð til þess að Geir H. Haarde var dreginn fyrir landsdóm, sem dæmi. Svo gerist þetta í borginni 2016, 2017 og 2018 og það bara gerir ekki nokkur maður neitt!“

Jafn vanhæfur

Aðspurð hvort hún tryði orðum borgarstjóra um að hann hefði ekki haft hugmynd um framúrkeyrsluna við braggann, sagði Vigdís:

„Nei ég er ekki að kaupa það. Ef hann hefur ekki haft hugmynd um þessa framúrkeyrslu eða þetta braggaverkefni þá er hann jafn vanhæfur sem borgarstjóri og þarf að víkja fyrir það. Fyrir að vera æðsti yfirmaður borgarinnar að þessu leyti og hafa enga vitneskju um þetta verkefni gerir hann jafn vanhæfan eins og ef hann hefði verið á kafi í verkefninu.“

Þá ítrekaði Vigdís að hún væri ekki að fara fram á að Dagur B. Eggertsson hætti sem borgarfulltrúi, aðeins sem borgarstjóri.

„Hann er jafnréttkjörinn sem borgarfulltrúi og ég. Ég get ekki haft áhrif á það hvort hann segi af sér sem kjörinn fulltrúi. Hann féll sem borgarstjóri í kosningunum í vor, fólk vildi hann ekki. Hann framlengdi líf sitt í borgarstjórnarstólnum með Viðreisn innanborðs og gat framlengt líf sitt þar þannig. En hann verður að víkja sem borgarstjóri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð