fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Hlutfall landsmanna í þjóðkirkjunni aldrei lægra en nú – Prestar þegið 40 milljarða í laun síðan 1998

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 27. desember 2018 10:35

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aldrei hefur hlutfall landsmanna í þjóðkirkjunni verið lægra. Þann 1. desember síðastliðinn voru 232.672 skráðir í þjóðkirkjuna, eða 65,4 prósent landsmanna og hafði þeim fækkað um rúmlega 2400 frá fyrra ári. Alls eru 122,948 utan þjóðkirkjunnar. Kjarninn greinir frá.

Frá árinu 2009 hefur meðlimum þjóðkirkjunnar fækkað um rúmlega 20 þúsund manns, en á meðan hefur verið hröð fjölgun landsmanna, alls 36 þúsund manns, sem virðist ekki skila sér til þjóðkirkjunnar. Alls voru 92,2 prósent landsmanna í þjóðkirkjunni árið 1992.

Áður fyrr voru öll nýfædd börn skráð í það trúfélag sem móðir barnsins var skráð í. Þar af leiðandi var meirihluti landsmanna skráður sjálfkrafa í þjóðkirkjuna án vitundar og samþykkis. Þessari reglu var fyrst breytt árið 2013, nú þurfa báðir foreldrar að vera skráðir í sama trúfélag, svo barn þeirra skráist sjálfkrafa í sama trúfélag. Ellegar skráist barnið utan trúfélaga.

42 milljarðar á 20 árum

Þjóðkirkjan er á fjárlögum og fær um 5,5 milljarða króna frá skattborgurum landsins árið 2018. Í stjórnarskrá nýtur þjóðkirkjan stuðnings og verndunar ríkisvaldsins umfram önnur trúfélög. Þá er enn í gildi kirkjujarðarsamkomulagið frá 1997 sem fól í sér að ríkið tók yfir um 600 kirkjujarðir, gegn því að greiða laun presta og starfsmanna Biskupsstofu.

Frá því að samkomulagið tók gildi, árið 1998, hefur ríkið greitt þjóðkirkjunni samtals 42 milljarða króna, þar af eru um 40 milljarðar laun til presta, eða um tveir milljarðar á ári.

Fjöldi presta hér á landi telja um 140 manns.

Sjá nánar: Ríkið hefur greitt kirkjunni 42 milljarða á 20 árum fyrir kirkjujarðir – „Ómögulegt“ að vita verðmætið

Minnkandi áhugi og traust

Þá virðist áhugi turtildúfna á að ganga í hnapphelduna innan þjóðkirkjunnar fara minnkandi, þar sem yfir helmingur þeirra sem giftu sig í nóvember gerði það hjá sýslumanni, í stað prests þjóðkirkjunnar, sem virðist þróunin á síðustu árum. Um aldamót var hlutur þjóðkirkjunnar í hjónavígslum 71 prósent, en er innan við 50 prósent árið 2018.

Þá hefur meirihluti almennings kallað eftir aðskilnaði ríkis og kirkju nánast samfleytt frá árinu 1993, í könnunum þess efnis. Í október voru 54 prósent Íslendinga hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup.

Í sömu könnun kom fram að þriðjungur þjóðarinnar bæri mikið traust til þjóðkirkjunnar, sem var fækkun um tíu prósentustig milli ára. Alls 39 prósent sögðust bera lítið traust til þjóðkirkjunnar.

Ánægjan með störf biskups hefur aldrei verið minni samkvæmt könnun Gallup. Aðeins 14 prósent sögðust ánægð með störf biskups, en 44 prósent sögðust óánægð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi