fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Mun braggamálið fella Dag? „Mér er til efs að borgarstjóri sé að segja satt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 22. desember 2018 12:22

Dagur B. Eggertsson Mynd-Hanna/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill þrýstingur er nú á Dag B. Eggertsson borgarstjóra eftir að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar skilaði kolsvartri skýrslu um braggamálið. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, skrifar um málið í dag:

„Að brugðist skuli við skýrslu sem felur í sér fullyrðingar um lögbrot æðstu stjórnenda Reykjavíkurborgar með því að skipa Dag B. Eggertsson borgarstjóra formann nefndar um viðbrögð við því gerir illt verra. Að minnihluti borgarstjórnar taki þátt í slíkum skrípaleik til að hvítþvo borgarstjóra er með ólíkindum,“ segir Björn sem telur sérstaklega alvarlegt að tölvupóstar milli Dags og þáverandi skrifstofustjóra skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar, Hrólfs Jónssonar, um málið skuli ekki finnast. Eyðing slíkra gagna varði við lög:

„Stjórnendur Borgarskjalasafnsins taka af skarið á vefsíðu sinni og segja að það komi „fram með afar skýrum og áberandi hætti að lög og reglur um skjalastjórn opinberra stofnana voru þverbrotnar“ í bragga-málinu.

 Fá eða nokkur skjöl finnast um málið hjá Reykjavíkurborg, tölvubréfum hefur verið eytt og tölva borgarstjóra er óskoðuð. Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður segir í Morgunblaðinuí dag þegar hún er spurð hvort refsing sé við því að brjóta lög um opinber skjalasöfn: „Þar segir í 47. gr að það geti varðað allt að þriggja ára fangelsi að hafa ekki skráningu mála, flokkun og frágang skjala í samræmi við reglur.“

 Telur borgarstjóra segja ósatt

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segist efast um að Dagur segi satt er hann lýsir því yfir að honum hafi ekki verið kunnugt um mikla framúrkeyrslu í verkefninu. Í viðtali í útvarpþættinum Harmageddon segir Vigdís:

„Hrólfur var alltaf í beinu samband við Dag. Svo kemur Dagur fram í fréttum í gær og segir: Ég veit bara ekkert um braggann. Mér var bara aldrei kunnugt um hann. Mér er það til efs að borgarstjóri sé að segja satt og það bara stenst ekki að hann sé að segja satt. Þess vegna kalla ég eftir afsögn hans. Sé hann að segja satt þá kallar það líka á afsögn því hann sem framkvæmdastjóri borgarinnar getur ekki látið borgina vera í svo stórum verkefnum og svo stóru spillingarverki sem bragginn er án þess að hafa vitneskju um það. Ef hann veit ekki af því þá er hann að bregðast skyldum sínum sem borgarstjóri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorgerður Katrín: Í Covid vorum við upp á náð og miskunn Svía komin vegna þess að Ísland var ekki í ESB

Þorgerður Katrín: Í Covid vorum við upp á náð og miskunn Svía komin vegna þess að Ísland var ekki í ESB
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðni hryggur yfir græðginni – „Öllum er víst sama um þig, Freyja mín“

Guðni hryggur yfir græðginni – „Öllum er víst sama um þig, Freyja mín“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni