fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Marta krefst afsagnar Dags: „Ber að segja af sér strax“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 22. desember 2018 13:06

Marta Guðjónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri eigi að segja af sér strax vegna Braggamálsins. Marta skrifar pistil um málið á Facebook-síðu sína sem hún hefur vakið athygli fjölmiðla á:

„Dagur B Eggertsson hefur ráðið ríkjum í ráðhúsinu í Reykjavík frá árinu 2010 og hefur setið í borgarstjórn frá árinu 2002. Hann hefur því langa reynslu. Hann hefur í valdatíð sinni gert fjölda skipulagsbreytinga sem út á við áttu að tryggja örugga verkferla borgarkerfisins, auka skilvirkni og gegnsæi en voru fyrst og fremst gerðar í þágu pólitískra samherja. Að gefa honum kost á að moka yfir eigin mistök með enn einni nefndinni og enn einni skipulagsbreytingunni er ekki lengur í boði. Sá tími er liðinn. Þolinmæðin er á þrotum.  

Eyðslufylleríið, sem Innri endurskoðun hefur nú staðfest í skýrslu sinni, má rekja til þess að borgarstjóri sat auðum höndum í stað þess að bregðast við alvarlegum ábendingum Innri endurskoðunar árið 2015. Að lágmarki hefði hann átt að vera vakandi fyrir því sem gert var á skrifstofu þeirri í borgarkerfinu sem heyrir beint undir hann.

 Í þætti Kastljóss í gærkvöldi mátti heyra að borgarstjóri hefur engin svör. Honum ber skylda til að stjórna í umboði borgarstjórnar og fylgjast náið með rekstri og framkvæmdum borgarinnar. Það er engin afsökun fyrir hann að benda á að tilteknir embættismenn hafi látið undir höfuð leggjast að greina honum frá óheyrilegri framúrkeyrslu. Slíkur útúrsnúningur færir borgarstjóra ekki skjól og því miður er hann ekki trúverðugur. Miklu frekar dregur hann enn frekar úr trausti til borgarstjóra. 

Borgarstjóri getur ekki vikið sér undan  að axla ábyrgð í þessu alvarlega máli og ber að segja af sér strax.“

Mikill þrýstingur er nú á Dag vegna málsins, sjá nánar Mun braggamálið fella Dag?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorgerður Katrín: Í Covid vorum við upp á náð og miskunn Svía komin vegna þess að Ísland var ekki í ESB

Þorgerður Katrín: Í Covid vorum við upp á náð og miskunn Svía komin vegna þess að Ísland var ekki í ESB
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðni hryggur yfir græðginni – „Öllum er víst sama um þig, Freyja mín“

Guðni hryggur yfir græðginni – „Öllum er víst sama um þig, Freyja mín“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni