fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Hildur Björnsdóttir: Ef Dagur víkur ekki sæti þá fer hún sjálf

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 22. desember 2018 13:19

Hildur Björnsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öll spjót standa nú á Degi B. Eggertssyni borgarstjóra vegna braggamálsins. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ótækt að Dagur sitji sjálfur í hópi sem á að rýna í svarta skýrslu Innri endurskoðunar um braggamálið. Hildur situr sjálf í þessum hópi ásamt borgarstjóra og formanni borgarráðs. Hildur situr í hópnum sem fulltrúi minnihlutans í borgarstjórn. Hún telur hins vegar ótækt að Dagur sitji í hópi sem á að rýna í hans eigin vinnubrögð og ábyrgð. Hildur birti fyrir skömmu svohljóðandi pistil um málið á Facebook-síðu sinni:

 „Niðurstöður Braggaskýrslunnar draga upp dökka mynd. Nú er unnið að fjórum skýrslum til viðbótar – fjögur framúrkeyrsluverkefni til viðbótar. Hvert málið rekur annað. Stjórnsýslan hefur brugðist. Borgarstjóri vanrækti skyldur sínar og lög voru brotin. Skýrslan tekur af allan vafa.

Á fimmtudag var skipaður þriggja manna hópur sem rýna mun niðurstöður skýrslunnar og vinna tillögur að úrbótum. Sæti í hópnum tóku borgarstjóri og formaður borgarráðs. Það var auðvitað ótækt að meirihlutinn hefði einn aðkomu að þessari vinnu. Af þeim sökum tók ég sæti í hópnum sem fulltrúi minnihlutans – sem fulltrúi skattgreiðenda sem kæra sig ekki um fjálglega meðför almannafjár. Ég gat ekki sætt mig við árangurslausa úrvinnslu þessa máls. Ég vildi taka á því af festu.

Innri endurskoðun skilaði úttekt á skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar (SEA) árið 2015. Úttektinni fylgdu 30 ábendingar og tillögur að úrbótum. Meirihluta þeirra var aldrei sinnt. Hefðu borgarstjóri og borgarritari brugðist við öllum ábendingum hefði braggabruðlið aldrei raungerst. Þetta staðfestir nýjasta skýrslan. Borgarstjóri vanrækti skyldur sínar. Honum bar að hafa heildarsýn yfir rekstur og verkefni SEA. Hann bar að yfirfara veruleg frávik í verkefnum skrifstofunnar. Kostnaðareftirlit var ófullnægjandi. Ábyrgð og forsvar ekki nægjanlegt. Sveitastjórnarlög og innkaupareglur voru brotnar. Allt þetta staðfestir skýrslan.

Strax í upphafi gerði minnihlutinn athugasemdir við þátttöku borgarstjóra í úrvinnslu málsins. Eftir nánari lestur hef ég styrkst enn frekar í þeirri afstöðu. Öll þau sjónarmið sem að ofan eru rakin styðja þá niðurstöðu. Skýrslan var áfellisdómur yfir borgarstjóra og enginn er dómari í eigin sök.

Ég mun fara fram á að borgarstjóri víki úr hópnum. Ég hef greint borgarstjóra og formanni borgarráðs frá þessari afstöðu. Verði ekki fallist á þá kröfu tel ég forsendur fyrir trúverðugri vinnu brostnar og mun sjálf gefa sæti mitt laust.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“