fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Eyjan

Vita ekki hvernig Arkibúllan fékk verkefnið – „Svo virðist sem verkefnið hafi lifað sjálfstæðu lífi“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 20. desember 2018 13:52

Margrét Leifsdóttir arkitekt. Samsett mynd/DV/Skjáskot af YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er ljóst hvernig það kom til að arkitektastofan Arkibúllan var valin til að hanna endurbyggingu húsanna við Nauthólsveg 100. Eftirliti var ábótavant og það var ekki heppilegt að arkitekt væri verkefnisstjóri á byggingarstað með tilliti til hagsmunaárekstra. Þetta kemur fram í niðurstöðum innri endurskoðunar á Braggamálinu sem kom út í dag.

„Strax í upphafi var arkitektastofan Arkibúllan valin til að hanna endurbyggingu húsanna við Nauthólsveg 100. Ekki var farin sú leið sem stundum er valin að hafa samkeppni um hönnunina og sigurvegarinn fái að hanna verkið. Ekki var heldur haft samband við fleiri arkitektastofur til að leita eftir tilboðum í hönnunina. Ástæður fyrir því að þessi arkitektastofa var valin liggja ekki ljósar fyrir,“ segir í skýrslunni. Ein ástæða sem var nefnd er að stofan hannaði ylstrandarhúsið sem stendur í næsta nágrenni. Einnig hefur stofan áður haft aðkomu að endurbyggingu eldri húsa. Enn fremur var Margrét Leifsdóttir, sem síðar varð verkefnisstjóri, er fyrrverandi starfsmaður borgarinnar og því kunnug Hrólfi Jónssyni, fyrrverandi skrifstofustjóra og Ólafi I. Halldórssyni, verkefnastjóra SEA. Margrét er ekki skráður aðalhönnuður teikninganna heldur annar starfsmaður Arkibúllunnar. Margrét kvittaði upp á ótal reikninga frá verktökum fyrir hönd Reykjavíkurborgar.

Líkt og DV greindi frá í október síðastliðnum þá eyddi Margrét 600 vinnustundum í eftirlit með verkefninu. Í skýrslunni segir að eftirlit með verkefninu hafi verið „að flestu leyti ófullnægjandi og svo virðist sem verkefnið hafi lifað sjálfstæðu lífi án aðkomu annarra en þess þrönga hóps sem annaðist það“. Þá var skjölun vegna verkefnisins ófullnægjandi, nánast engin skjöl um það fundust í skjalavörslukerfi borgarinnar og það er brot á lögum um opinber skjalasöfn svo og skjalastefnu borgarinnar.

Sjá einnig: Margrét eyddi 600 tímum í eftirlit með bragganum

Í skýrslunni segir einnig að það sé ekki talið heppilegt að Margrét hafi verið verkefnastjóri með tilliti til hagsmunaárekstra. „Meðal hlutverka arkitektsins var að hafa eftirlit með verktökum og staðfesta reikninga þeirra en þar sem viðvera hennar á byggingarstað var takmörkuð er óvíst að eftirlitið hafi verið jafnmikið og það hefði þurft að vera. Verkefnisstjóri á skrifstofa eigna og atvinnuþróunar virðist hafa haft lítið eftirlit með framkvæmdunum sem hann þó bar ábyrgð á gagnvart sínum yfirmanni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Innganga í ESB ógnar ekki fullveldi Íslands – sjálfstæðið þó sterkara utan sambandsins

Áslaug Arna: Innganga í ESB ógnar ekki fullveldi Íslands – sjálfstæðið þó sterkara utan sambandsins