fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Telur Klaustursmálinu ekki lokið – Þrjár kæruleiðir enn í boði  

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 20. desember 2018 08:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur kröfu Miðflokksfjórmenningana frá Klaustri bar um vitnaleiðslur og gagnaöflunar vegna hljóðritunar Báru Halldórsdóttur. Hafði Reimar Pétursson, lögmaður fjórmenninganna, óskað eftir myndbandsupptökum eftirlitsmyndavéla frá Alþingi og Dómkirkjunni, þar sem þingmenn Miðflokksins héldu að Bára hefði átt sér samverkamenn.

Auður Tinna Aðalbjarnadóttir,verjandi Báru, segir við Fréttablaðið í dag að von hafi verið á þessari niðurstöðu, en málinu sé ekki endilega lokið. Stjórn Persónuverndar fundar í dag þar sem ákveðið verður hvort málið verður sótt áfram, en þingmenn geta einnig kært niðurstöðuna til Landsréttar, eða farið beint í að höfða einkamál. Einnig geta þeir kært málið til lögreglu.

Auður telur að málinu sé ekki lokið:

 „Við metum það heldur líklegra vegna þess að beiðnin til héraðsdóms byggði ekki á því að þetta væri nauðsynlegt til þess að ákveða hvort það ætti að fara í mál heldur að það væri stefnan að fara í mál og til þess að ákveðin gögn færu ekki til spillis væri verið að biðja um þau núna. Uppleggið þeirra hljómaði eins og þeir væru búnir að gera upp hug sinn.“

Ekki hefur náðst í Reimar Pétursson eða þingmenn Miðflokksins vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar