fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Brynjar um sendiherradraum Gunnars Braga: „Hann er búinn að sækjast eftir þessu mjög lengi“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 10. desember 2018 10:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var gestur Stóru málanna í síðustu viku á DV Sjónvarp. Þar var Klaustursmálið rætt meðal annars. Þar neitaði Brynjar fyrir að þau pólitísku hrossakaup sem lýst er í Klaustursupptökunum, hafi átt sér stað og segir ekkert slíkt samkomulag hafa verið fyrir hendi:

„Það hefur lengi verið þannig að reyndir og öflugir stjórnmálamenn hafa verið skipaður í þessar stöður. Ég kannast ekki við neitt og veit það, að það var ekkert samkomulag um þetta. Það getur vel verið að Gunnar Bragi í eigin huga hafi hugsað með sér einhvern möguleika að gera eitthvað svona, ég veit ekkert um það, en það er ekkert samkomulag um þetta.“

Stærsta fréttin í Klaustursupptökunum er án efa þegar Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra Framsóknarflokksins, lýsti pólitískum hrossakaupum við skipan hans á sendiherrunum Árna Þór Sigurðssyni og Geir H. Haarde. Sagðist hann hafa skipað Árna Þór til að taka athyglina af skipan Geir H. Haarde, sem hafi verið pólitískt eldfimt mál vegna Landsdómsmálsins skömmu áður, en með skipan Árna Þórs og samtali við Katrínu Jakobsdóttur, hafi hann náð að tryggja þögn hennar og Vinstri grænna, sem voru „brjálaðir“ vegna skipan Geirs. Sagði hann síðan, að hann ætti greiða inni hjá Sjálfstæðisflokknum vegna skipan Geirs.

Sjá nánar: Leyniupptaka:Gunnar Bragi skipaði Árna Þór sendiherra til að draga athygli frá Geir Haarde – „Ég var brjálaður við þig Gunni“

Síðan hafa allir hlutaðeigandi neitað fyrir frásögn Gunnars Braga. Þar á meðal hann sjálfur, en eftir að fréttir bárust af upptökunum, sagðist Gunnar Bragi bara hafa verið að segja ósatt á Klaustursbarnum. Ekki þykir öllum það trúverðug eftiráskýring, ekki síst í ljósi þess að daginn eftir að fréttir bárust af Klaustursupptökunum, sagðist Gunnar Bragi enn gera sér vonir um sendiherrastöðu.

Ég held hinsvegar að ég gæti vel staðið undir slíku starfi,“ sagði Gunnar Bragi.

Lengi sóst eftir sendiherrastöðu

Næst stærsta fréttin í Klaustursupptökunum tengist sendiherrafréttinni beint. Hún er sú að Miðflokkurinn vildi fá þingmenn Flokks fólksins yfir til sín og bauð Ólafi Ísleifssyni stöðu þingflokksformanns Miðflokksins. Stöðu sem Gunnar Bragi gegndi og gegnir enn. Kenningar eru uppi um að lokafléttan í þessum kapli Gunnars Braga hafi verið sú að vera skipaður sendiherra af Guðlaugi Þór, þar sem staða hans innan Miðflokksins hafi verið að veikjast. Hann hafi lengi gengið með sendiherradrauminn í maganum og að fá öflugan þingmann á borð við Ólaf Ísleifsson til að taka við keflinu sem þingflokksformaður væri góð lending fyrir alla.

Í stóru málunum neitar Brynjar fyrir þessa fléttu, en staðfestir þó að Gunnar Bragi hafi lengi gengið með sendiherradrauminn í maganum:

„Ég hef vitað það lengi að Gunnar Bragi óskaði eftir að fara út og vildi komast í sendiherrastöðu. Hann sóttist bara eftir því, hann er búinn að sækjast eftir þessu mjög lengi.“

Aðspurður hvort slík pólitísk hrossakaup séu alvanaleg innan utanríkisþjónustunnar, vildi Brynjar ekki neita fyrir það, en tók fram að góðir stjórnmálamenn væru gjarnan góðir sendiherrar:

„Ég held að menn hafi einfaldlega skipað stjórnmálamenn sem hafa haft talsverða vigt, hafa sýnt og sannað sig í stjórnmálunum. Við höfum Svavar Gests, Guðmund Árna, Geir Haarde og svo framvegis, síðan höfum við skipað sendiherra sem koma úr viðskiptalífinu og ég veit að Guðlaugur Þór er að leggja mjög mikla áherslu á það atriði, að menn þekki heimsviðskiptin og þekki viðskiptalífið, það er gott að hafa einhverja blöndu í þessu, svo eru traustir embættismenn í þessu líka og mér finnst í sjálfu sér þetta ágætis blanda. En mér þætti verra hinsvegar að við ætluðum að ráða einhvern stjórnmálamann sem hefur engin gæði í það, það hefur örugglega gerst og menn hafa kosið fólk á þing sem hefur kannski ekki mikil gæði heldur.“

Siðanefnd Alþingis hefur kallað eftir Klaustursupptökunum til rannsóknar. Þá hefur Guðlaugur Þór sagt beinum orðum að Gunnar Bragi verði ekki sendiherra og virðist því draumurinn úti hjá Gunnari Braga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð