fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Bjarni Harðarson: „Hér gefst einstakt tækifæri til að hlusta á þingmenn segja ósatt“ – Segir Steingrím hafa átt að fá sendiherrastöðuna

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 10. desember 2018 15:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki hefur verið ákveðið hvenær fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um skipanir í sendiherrastöður vegna Klaustursmálsins verður haldinn. Þó hefur verið upplýst um, að fundurinn verði opinn fjölmiðlum, líkt og Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greindi frá í morgun.

Þar þurfa þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson, Miðflokki, að mæta ásamt Bjarna Benediktssyni og Guðlaugi Þór Þórðarsyni, Sjálfstæðisflokki, vegna ummæla Gunnars Braga í Klaustursupptökunum, um að hann hefði skipað Geir H. Haarde sem sendiherra í Washington, gegn því að eiga inni greiða hjá Sjálfstæðisflokknum síðar meir. Þá hafi hann einnig skipað Árna Þór sendiherra í Finnlandi, sem yfirvarp fyrir skipan Geirs, þar sem sú skipun þótti eldfim vegna Landsdómsmálsins.

Guðlaugur Þór staðfesti  í síðustu viku að hann hefði nýverið fundað með Sigmundi og Gunnari Braga um áhuga Gunnars á sendiherrastöðu, að áeggjan Sigmundar. Hann tók þó fram að ekkert óeðlilegt væri við slíkan fund og neitaði þá sem áður að Gunnar ætti hönk upp í bakið á honum vegna skipan Geirs. Því hefur Bjarni Benediktsson einnig neitað.

Logið í beinni

Maður er nefndur Bjarni Harðarson. Bjarni, sem er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, segir á Facebook að sannleikurinn muni líklega ekki líta dagsins ljós á fundinum:

„Hér gefst einstakt tækifæri til að hlusta á þingmenn segja ósatt þegar rætt verður um sendiherrastöðuna sem átti upphaflega að tilheyra Steingrími J. en endaði hjá Árna Þór. Miklu betra en nokkur glæpaþáttur og ef það verður bein myndútsending má sjá nef lengjast!“

Eyjan hafði samband við Bjarna sem fullyrti að upphafleg saga Gunnars Braga á Klausturbar hafi verið sönn, það viti allir þingmenn:

„Ég held að það viti það allir sem sitji á Alþingi að þessi saga Gunnars Braga er rétt. Og það sýnir bersýnilega hvað við erum stutt komin að þetta skuli eiga sér stað og hversu stutt menn eru komnir í hreinskilni, að ætla að halda dauðann fund þar sem þeir vanda sig við að ljúga hver að öðrum og að þjóðinni. En það er nú alltaf von til þess að einhverjir misstígi sig, jafnvel ótraustir. Ég hef engar skjallegar heimildir, svo vitlausir eru menn nú ekki. En þessi hrossakaup hafa alltaf átt sér stað auðvitað.“

Þá fullyrðir Bjarni að Steingrímur J. Sigfússon, nú forseti Alþingis, hafi átt að fá sendiherrastöðuna sem endaði hjá Árna Þór. Það hafi verið samantekin ráð hjá Gunnari Braga og Sigmundi Davíð að sniðganga Steingrím:

„Eitt sem var líka alveg ljóst er að upphaflega átti Steingrímur J. Sigfússon að fá þessa stöðu, en þá var persónulegur fjandskapur milli hans og Framsóknarflokksins svo mikill að það gekk ekki í gegn. Það getur nú vel verið að Gunnar Bragi súpi nú eitthvað seyðið af því núna. Nú sér hvert mannsbarn að Gunnar Bragi fær ekki svo mikið sem bílstjórastöðu innan stjórnarráðsins. En það hjálpar þeim (Gunnari Braga og Sigmundi) eflaust ekki núna að hafa staðið gegn því að Steingrímur fengi nokkuð og það getur líka haft sínar afleiðingar.“

Bjarni segir einnig að það hafi verið almenn vitneskja meðal þingmanna í sinni tíð, að þannig gerðust kaupin á eyrinni þegar viðkemur pólitískum hrossakaupum:

„Já ég tel það. Ég tel að þetta hafi menn almennt vitað og ég tel raunar að þetta viti flestir bæði innan og utan þings. Enda væri þessi fjöldi fyrrverandi alþingismanna ekki í öllum þessum sendiherrastöðum ef þetta væri ekki viðkvæðið. Margir þeirra eru prýðilega vel að starfinu komnir, en hvernig staðið er að þessum skipunum er auðvitað arfur liðins tíma,“

segir Bjarni, sem var þingmaður Suðurkjördæmis fyrir Framsóknarflokkinn árið 2007-2008, en hann sagði af sér vegna frægs atviks, er hann sendi tölvupóst á annan stað en hann upphaflega ætlaði. Hann gekk síðar í VG, en sagði sig úr flokknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð