fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Meirihluti Alþingis vill afsögn sexmenninganna

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 7. desember 2018 08:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls 31 þingmaður vill að sexmenningarnir af Klaustur bar segi af sér. Fréttablaðið beindi þeirri spurningu til 57 þingmanna Alþingis sem ekki sátu að sumbli á Klaustur bar, hvort þeir teldu að sexmenningarnir ættu að segja af sér, en átján svöruðu ekki. Aðeins einn þingmaður taldi sexmenninganna ekki þurfa að segja af sér.

Greinir blaðið frá því að margir þingmenn séu enn í áfalli vegna málsins, og sjái enga iðrun hjá þeim sem í hlut áttu. Reynt væri að klína aurnum á aðra þingmenn eða starfsfólk þingsins og að sexmenningarnir gerðu sér ekki grein fyrir alvarleika málsins.

Fréttablaðið talar við Eirík Bergmann stjórnmálaprófessor, sem segir að fordæmingin í þjóðfélaginu muni gera þeim þingmönnum sem ú hlut áttu, erfitt fyrir með að ná málum sínum fram á þingi og að þau séu sjálfkrafa ófær um að þjóna vilja umbjóðenda sinna, kjósenda.

Margir þingmenn hafa þegar gert upp hug sinn varðandi hvort það sama eigi yfir alla sexmenninganna að ganga, eða hvort stigsmunur sé á brotum þeirra. Margir töldu rétt að svara spurningum Fréttablaðsins eftir að siðanefnd Alþingis kemst að niðurstöðu um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK