fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Karl Gauti og Ólafur sagðir hafa átt frumkvæði að fundinum á Klaustri: Höfðu áhuga á að ganga í Miðflokkinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 7. desember 2018 19:23

Ólafur og Karl Gauti reknir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, hafi átt frumkvæði að fundinum örlagaríka á barnum Klaustur. Hefur Inga þetta eftir formanni Miðflokksins, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, sem mun hafa greint frá þessu á fundi formanna þingflokkanna sem fram fór í dag.

Á leyniupptökunni komu fram ummæli þingmannanna þar sem þeir efuðust um forystuhæfileika Ingu og Karl Gauti sagði orðrétt: „Hún ræður ekki við þetta.“ Á fundinum reifuðu þingmenn Miðflokksins þær hugmyndir að Ólafur Ísleifsson yrði þingflokksformaður Miðflokksins ef hann gengi í flokkinn. Örfáum dögum eftir að fréttamiðlar greindu frá efni leyniupptökunnar voru þeir Ólafur og Karl reknir úr flokknum. Þeir sitja á Alþingi sem óháðir þingmenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK