fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Klaustursflokkarnir ná ekki inn manni – Samfylkingin mælist stærst

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 6. desember 2018 13:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Könnun Maskínu á hreyfingu fylgis flokkanna á þingi eftir Klaustursmálið leiðir í ljós að aðeins tæplega 61 prósent þeirra sem kusu VG í síðustu kosningum, myndu gera það aftur. Þá mælist Samfylkingin stærsti flokkurinn á þingi, ef kosið yrði til Alþingis í dag.

Maskína spurði hvaða flokk fólk myndi kjósa í dag og hvaða flokk það kaus í síðustu kosningum. Þetta er forvitnilegt í ljósi umræðna sex þingmanna á Klaustri í lok nóvember. Innan við helmingur þeirra sem segjast hafa kosið Miðflokkinn í síðustu kosningum ætlar að kjósa hann aftur nú, eða tæplega 49%.

Rúmlega 59% þeirra sem kusu Flokk fólksins í síðustu kosningum myndu kjósa hann aftur nú. En nokkra athygli vekur að næstum sama hlutfall eða tæplega 61% þeirra sem kusu Vinstrihreyfinguna – grænt framboð síðast myndi kjósa flokkinn aftur nú, en ekki þarf að taka fram að enginn þingmaður þess flokks var á Klaustri umrætt kvöld.

Hæst hlutfall kjósenda Viðreisnar myndi kjósa flokkinn aftur nú, eða rúmlega 92% en 82-85% kjósenda hinna flokkanna, Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Sjálfstæðisflokksins.

Greinilegt er að kjósendur þeirra þriggja flokka sem ætla í mestum mæli að kjósa aðra flokka en þann sem þeir kusu síðast eru nokkuð ráðvilltir, því 19-25% þeirra segjast ekki vita hvaða flokk þeir myndu kjósa nú.

En hvað ætla þeir að kjósa sem hafa yfirgefið þann flokk sem kosinn var fyrir ári? Af öllum fyrrverandi kjósendum Flokks fólksins ætla þeir helst að kjósa Pírata (tæplega 15%), Viðreisn (rösklega 11%) og Framsóknarflokkinn (7,4%). Fyrrverandi kjósendur Miðflokksins myndu nú helst kjósa Flokk fólksins (16,3%), Framsóknarflokkinn (16,3%) og Sjálfstæðisflokkinn (11,6%). Fyrrverandi kjósendur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hyggjast að langstærstum hluta kjósa Samfylkinguna, eða 21,5% en rösklega 10% myndu kjósa Pírata nú.

Samkvæmt þessari könnun Maskínu myndu hvorki Miðflokkurinn né Flokkur fólksins koma frambjóðendum inn á þing þar sem þeir fengju báðir innan við 5%. Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin mælast með nánast sama fylgi (19-20%) og næstir koma Píratar og Vinstrihreyfingin – grænt framboð með tæplega 15% fylgi. Viðreisn er ekki langt undan með rúmlega 13% fylgi og Framsóknarflokkurinn með tæplega 9%.

Svarendur voru 1.311 talsins og komu úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu. Könnunin fór fram dagana 30. nóvember – 3. desember 2018.

Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér.

 

Til upplýsingar – Leiðrétting

Í fyrstu frétt Eyjunnar af könnuninni var fyrirsögnin sú að fylgið hefði hrunið af VG í kjölfar Klaustursmálsins.

Var það vísun í að aðeins 61% þeirra sem kusu flokkinn síðast, ætluðu að gera það aftur ef kosið yrði til Alþingis þá daga sem könnunin fór fram.

VG mælist hinsvegar með 14,9 % fylgi í könnuninni, en hlaut 16,9 % í Alþingiskosningum 2017.

Fyrirsögnina mátti skilja sem svo að Klaustursmálið hefði haft þessu áhrif á fylgistapið, sem er alls óvíst.

Einnig má deila um hvort um hrun á fylgi sé að ræða.

Hefur því fyrirsögninni verið breytt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“