fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Helga Vala um sexmenninganna frá Klaustur bar: „Geta þau sinnt starfi sínu?“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 5. desember 2018 10:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir í pistli í Morgunblaðinu að sexmenningarnir frá Klaustur bar hafi opnað ormagryfju sem enn sé verið að grafa í. Helga Vala nefnir að áður en spurt sé hvort þingmennirnir eigi að segja af sér, þurfi að svara því hvort þeir geti sinnt störfum sínum, en fréttir hafa borist úr þinginu að andrúmsloftið sé ansi óþægilegt fyrir þá sem eiga í hlut og að fáir þeirra sem nefndir eru á nafn í upptökunum hafi áhuga á að starfa með einhverjum sexmenninganna:

„Telja þau sig geta sinnt eft­ir­lits­hlut­verki gagn­vart fram­kvæmd­ar­vald­inu? Telja þau sæm­andi að beina fyr­ir­spurn að mennta­málaráðherra á sama tíma og sví­v­irðing­ar um hana ber­ast frá þeim? Telja þau sæm­andi að sitja í fasta­nefnd­um Alþing­is og taka á móti gest­um sem beint eða óbeint máttu þola ým­iss kon­ar níð, van­v­irðingu eða bein­ar sví­v­irðing­ar af þeirra hálfu? Telja þau samþing­menn sína eiga að þola það að starfa með þeim áfram? Átta þau sig ekki á að þau hafa valdið slíku tjóni hjá sak­lausu fólki að þau mega bú­ast við að um­rætt fólk kæri sig ekki um nein sam­skipti við þau? Starf þing­manns­ins er fjöl­breytt og þarfn­ast marg­vís­legr­ar aðkomu þess sem starf­inu gegn­ir. Þing­menn­irn­ir sex verða að svara því hvort þeir geti geti sinnt því eins og til er ætl­ast.“

Helga Vala segir að aðeins hafi fengist að heyra ummæli um opinberar persónur, en veltir fyrir sér hvort aðrir hópar hafi orðið fyrir barðinu á sexmenningunum, eins og starfsmenn Alþingis:

„Nú skal tekið fram að enn höf­um við bara fengið að heyra um­mæli er beind­ust gegn op­in­ber­um per­són­um en ekki öðrum og því vit­um við í raun ekki hvað sex­menn­ing­arn­ir sögðu um annað fólk þetta kvöld. Má þar nefna starfs­fólk þings­ins sem aðstoðar þing­menn alla daga við gerð þing­mála, vinnu í nefnd­um og veit­ir hvers kyns stoðþjón­ustu. Þá vit­um við held­ur ekki hvaða áhrif þetta hef­ur á aðra þá sem taka málið til sín, eins og til að mynda þolend­ur sem greint hafa frá kyn­ferðisof­beldi en upp­lifa nú van­v­irðingu vegna háðung­ar þing­mann­anna gagn­vart Met­oo-bylt­ing­unni sem þau virðast telja hið mesta skaðræði.“

Siðanefnd Alþingis hefur verið virkjuð í fyrsta skipti til að sinna hlutverki sínu og hefur kallað eftir upptökunum til að rannsaka málið. Í morgun sögðust þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir ekki ætla að segja af sér, en Anna Kolbrún sagðist þó ætla að íhuga stöðu sína ef siðanefnd kæmist að þeirri niðurstöðu að hún hefði brotið siðareglur Alþingis.

Sigmundur Davíð sagðist ekki ætla að íhuga stöðu sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“