fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Árni Þór um viðbrögð VG vegna sendiherrastöðunnar: „Það var gagnrýni sem ég hafði skilning á og tók nærri mér“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 4. desember 2018 11:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Þór Sigurðsson, sendiherra í Finnlandi, tjáir sig um forsögu skipunar sinnar í embættið sem fjallað hefur verið um í Klaustursupptökunum

Þar sagði Gunnar Bragi Sveinsson að hann hefði í utanríkisráðherratíð sinni skipað Árna Þór sem sendiherra til þess að draga athyglina frá skipan Geirs H. Haarde sem sendiherra í Washington. Kallaði hann Árna Þór einnig „fávita“ þótt hann væri frændi sinn.

Greinir Árni frá því á Facebook í dag, að hann hafi ekki vitað af því að Geir yrði tilnefndur af Gunnari Braga,  hann hafi aðeins fengið að vita að það yrði annar maður úr röðum stjórnmála:

„Þáverandi utanríkisráðherra nefndi ekki við mig að hann hygðist skipa Geir H. Haarde sendiherra. Skömmu áður en frá skipuninni var gengið nefndi hann þó að tveir yrðu skipaðir úr röðum stjórnmála og væri ég annar þeirra. Nafn Geirs hafði komið fram í fjölmiðlum í þessu sambandi. Afstaða mín til þess að hverfa úr stjórnmálum og hefja störf að utanríkismálum byggðist hins vegar sem fyrr segir á þeim áhuga að nýta sem best menntun mína og reynslu. Af því leiðir að hvaða aðrir einstaklingar kynnu að fara til starfa í utanríkisráðuneytinu á svipuðum tíma hafði ekki áhrif á mig. Sá þáttur málsins er mér með öllu óviðkomandi.

Þegar ákvörðun um skipan mína lá fyrir greindi ég formanni VG frá því að ég myndi láta af þingmennsku og hefja störf í utanríkisráðuneytinu. Í framhaldinu greindi ég einnig þingflokki VG frá því. Ýmsir í mínum flokki gagnrýndu mig fyrir þá ákvörðun, það var gagnrýni sem ég hafði skilning á og tók nærri mér, en ég var engu að síður ósammála. Það er sannfæring mín að sanngjarnast sé að meta fólk út frá störfum sínum, árangri og umsögnum samstarfsfólks. Því mati kvíði ég ekki.“

Gunnar Bragi sagði að „VG-liðið“ hefði orðið brjálað út af málinu, en hann hafi „tryggt“ það á fundi með Katrínu Jakobdsdóttur, að hún myndi ekki segja neitt.

Katrín gaf það út í gær að hún hafi ekki vitað af skipan Geirs H. Haarde fyrirfram og það væri rangt hjá Gunnari Braga að hún hafi ekki gagnrýnt skipan Geirs.

Sjá nánarKatrín segist ekki hafa vitað af skipan Geirs fyrirfram

Lýsti yfir áhuga á alþjóðamálum

Árni Þór segist hafa nefnt það við Gunnar Braga að hann hefði áhuga á að starfa að utanríkis- og alþjóðamálum eftir að hann sótti um stöðu framkvæmdastjóra ÖSE, en ekki hlotið. Segist hann aldrei hafa óskað eftir stuðningi frá VG:

„Forsöguna að skipan minni í embætti sendiherra má rekja til þess að í ársbyrjun 2014 var auglýst staða eins af framkvæmdastjórum hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. Athygli mín var vakin á þessari stöðu enda samræmdist menntun mín og reynsla hæfiskröfum, m.a. um þekkingu á utanríkis- og alþjóðamálum, reynslu af stjórnmálum og sérþekkingu um málefni Rússlands og austur-Evrópu, vel. Ég kannaði hjá utanríkisráðuneytinu hvort ég kæmi til álita og varð niðurstaðan sú að ég var tilnefndur í starfið fyrir atbeina ráðuneytisins. Ég stóðst hæfismat stofnunarinnar og á lokaspretti stóð valið milli mín og fyrrum varautanríkisráðherra Þýskalands, sem svo varð fyrir valinu. Á grundvelli þessa lýsti ég í framhaldinu við þáverandi utanríkisráðherra áhuga mínum að starfa að utanríkis- og alþjóðamálum. Í viðræðum mínum við hann kom aldrei annað fram en að hugsanleg skipun mín til starfa í utanríkisþjónustunni yrði grundvölluð á menntun og reynslu sem myndi nýtast þjónustunni. Þar var þá horft til þess að ég hef meistaragráðu í hagfræði og rússnesku, meistaragráðu í alþjóðastjórnmálum og diplóma í opinberri stjórnsýslu. Auk þess hef ég um margra ára skeið starfað að alþjóðamálum, m.a. sem formaður utanríkismálanefndar Alþingis, á vettvangi EFTA-samstarfsins, í Norðurlandaráði og innan Evrópuráðsins. Í þessu ferli óskaði ég aldrei eftir stuðningi frá forystu míns flokks, enda var það og er mín skoðun að meta eigi einstaklinga út frá hæfni, þekkingu, reynslu og menntun. Skipan mín sem sendiherra var ákvörðun ráðherra og í samræmi við lög um utanríkisþjónustuna. Þeirri skipun fylgdu engin skilyrði um einhvern greiða í framtíðinni.“

 

Yfirlýsing Árna Þórs í heild sinni

Að gefnu tilefni

Forsöguna að skipan minni í embætti sendiherra má rekja til þess að í ársbyrjun 2014 var auglýst staða eins af framkvæmdastjórum hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. Athygli mín var vakin á þessari stöðu enda samræmdist menntun mín og reynsla hæfiskröfum, m.a. um þekkingu á utanríkis- og alþjóðamálum, reynslu af stjórnmálum og sérþekkingu um málefni Rússlands og austur-Evrópu, vel. Ég kannaði hjá utanríkisráðuneytinu hvort ég kæmi til álita og varð niðurstaðan sú að ég var tilnefndur í starfið fyrir atbeina ráðuneytisins. Ég stóðst hæfismat stofnunarinnar og á lokaspretti stóð valið milli mín og fyrrum varautanríkisráðherra Þýskalands, sem svo varð fyrir valinu. Á grundvelli þessa lýsti ég í framhaldinu við þáverandi utanríkisráðherra áhuga mínum að starfa að utanríkis- og alþjóðamálum. Í viðræðum mínum við hann kom aldrei annað fram en að hugsanleg skipun mín til starfa í utanríkisþjónustunni yrði grundvölluð á menntun og reynslu sem myndi nýtast þjónustunni. Þar var þá horft til þess að ég hef meistaragráðu í hagfræði og rússnesku, meistaragráðu í alþjóðastjórnmálum og diplóma í opinberri stjórnsýslu. Auk þess hef ég um margra ára skeið starfað að alþjóðamálum, m.a. sem formaður utanríkismálanefndar Alþingis, á vettvangi EFTA-samstarfsins, í Norðurlandaráði og innan Evrópuráðsins. Í þessu ferli óskaði ég aldrei eftir stuðningi frá forystu míns flokks, enda var það og er mín skoðun að meta eigi einstaklinga út frá hæfni, þekkingu, reynslu og menntun. Skipan mín sem sendiherra var ákvörðun ráðherra og í samræmi við lög um utanríkisþjónustuna. Þeirri skipun fylgdu engin skilyrði um einhvern greiða í framtíðinni.

Ég tel jákvætt fyrir utanríkisþjónustuna að innan raða hennar sé að finna fólk með sem fjölbreyttastan bakgrunn, þekkingu og reynslu. Þótt kjarninn í hópi sendiherra verði ávallt skipaður einstaklingum með farsæla reynslu úr utanríkisþjónustunni er það henni til styrkingar að þangað veljist einnig fólk með reynslu úr atvinnulífi, háskólastarfi, menningarlífi, stjórnmálum o.s.frv. Það var síðan ákvörðun Alþingis á sínum tíma að undanskilja sendiherraembætti auglýsingaskyldu.

Þáverandi utanríkisráðherra nefndi ekki við mig að hann hygðist skipa Geir H. Haarde sendiherra. Skömmu áður en frá skipuninni var gengið nefndi hann þó að tveir yrðu skipaðir úr röðum stjórnmála og væri ég annar þeirra. Nafn Geirs hafði komið fram í fjölmiðlum í þessu sambandi. Afstaða mín til þess að hverfa úr stjórnmálum og hefja störf að utanríkismálum byggðist hins vegar sem fyrr segir á þeim áhuga að nýta sem best menntun mína og reynslu. Af því leiðir að hvaða aðrir einstaklingar kynnu að fara til starfa í utanríkisráðuneytinu á svipuðum tíma hafði ekki áhrif á mig. Sá þáttur málsins er mér með öllu óviðkomandi.

Þegar ákvörðun um skipan mína lá fyrir greindi ég formanni VG frá því að ég myndi láta af þingmennsku og hefja störf í utanríkisráðuneytinu. Í framhaldinu greindi ég einnig þingflokki VG frá því. Ýmsir í mínum flokki gagnrýndu mig fyrir þá ákvörðun, það var gagnrýni sem ég hafði skilning á og tók nærri mér, en ég var engu að síður ósammála. Það er sannfæring mín að sanngjarnast sé að meta fólk út frá störfum sínum, árangri og umsögnum samstarfsfólks. Því mati kvíði ég ekki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Boða til blaðamannafundar á morgun

Boða til blaðamannafundar á morgun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Happdrættisvinningur

Óttar Guðmundsson skrifar: Happdrættisvinningur