fbpx
Laugardagur 02.nóvember 2024
Eyjan

Þroskaþjálfafélag Íslands tilkynnir brot Önnu Kolbrúnar til Landlæknis – Athugasemdir við ólögmæta notkun starfsheitis

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 3. desember 2018 22:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu sem Laufey Elísabet Gissurardóttir, formaður Þroskaþjálfarafélags Íslands, skrifar, eru gerðar athugasemdir við að Anna Kolbrún Árnadóttir, alþingismaður og einn sexmenningana í Klausturmálinu, kalli sig þroskaþjálfa. Áréttað er að starfsheitið er lögverndað, en Anna Kolbrún hefur ekki menntun eða starfsleyfi til að nota starfsheitið.

Hefur brotið verið tilkynnt til Landlæknisembættisins, en brot geta varðað sektum eða fangelsi allt að þremur árum.

Á vef Alþingis má sjá að æviágripi var breytt í dag, 3. desember.

Tilkynningin hljóðar svo í heild sinni:

Í ljósi umræðna síðustu daga telur Þroskaþjálfafélag Íslands mikilvægt að koma eftirfarandi á framfæri:

Alþingismaðurinn Anna Kolbrún Árnadóttir hefur kallað sig þroskaþjálfa í æviágripi sínu á vef Alþingis. Þetta er ekki rétt. ÞÍ hefur staðfestingu frá Landlæknisembættinu um að þingmaðurinn hafi hvorki hlotið menntun sem þroskaþjálfi né fengið starfsleyfi frá embættinu. Raunar hefur æviágripi þingmannsins á vef Alþingis nú verið breytt og er starfsheitið þroskaþjálfi ekki lengur nefnt þar.

Af þessu tilefni vill ÞÍ árétta að starfsheitið þroskaþjálfi er lögverndað. Samkvæmt íslenskum lögum mega þeir einir nota þetta starfsheiti sem hlotið hafa til þess menntun og fengið starfsleyfi frá Landlæknisembættinu. Þroskaþjálfanám er fjögurra ára háskólanám og starfa þroskaþjálfar sem heilbrigðisstarfsmenn á öllum sviðum mannlífsins með það að leiðarljósi að styðja og efla samfélagslega þátttöku fatlaðs fólks og gæta hagsmuna þess. Mannréttindi og mannréttindabarátta er kjölfestan í störfum þeirra sem og fjölbreytilegar leiðir við að aðstoða og efla sjálfstætt líf fatlaðs fólks í samfélagi fyrir alla.

Þroskaþjálfafélagið harmar að starfsheitið þroskaþjálfi hafi verið misnotað með þessum hætti enda þótt starfsheitið sé ekki lengur að finna í æviágripi þingmannsins. Félagið hefur þegar tilkynnt brotið til Landlæknisembættisins sem er eftirlitsaðili samkvæmt lögum um heilbrigðistarfsmenn. Í lögunum kemur fram að þeim sem ekki hefur gilt leyfi landlæknis er óheimilt að nota löggilt starfsheiti eða starfa sem heilbrigðisstarfsmaður. Brot gegn ákvæðum laga um heilbrigðisstarfsmenn og reglna sem settar eru á grundvelli þeirra varða sektum eða fangelsi allt að þremur árum.

Laufey Elísabet Gissurardóttir, formaður ÞÍ

Sjá einnig: Það sem þú vissir ekki um Önnu Kolbrúnu:Þroskaþjálfi og jafnréttissinni sem var fyrst til að uppnefna Freyju – „Ekki bara saklaus kona“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bjarni lukkulegur með gleðitíðindin og spáir því að vextir lækki frekar í nóvember – „Planið okkar hefur gengið upp“

Bjarni lukkulegur með gleðitíðindin og spáir því að vextir lækki frekar í nóvember – „Planið okkar hefur gengið upp“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón segist ekki vera rasisti – „Ég kippi mér ekki upp við svona bull og merkimiða“

Jón segist ekki vera rasisti – „Ég kippi mér ekki upp við svona bull og merkimiða“