fbpx
Laugardagur 02.nóvember 2024
Eyjan

Steingrímur hvass á Alþingi: „Ég vil biðja starfsfólk okkar. Konur. Fatlaða. Hinsegin fólk. Og þjóðina alla. Afsökunar.“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 3. desember 2018 15:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fundur er settur á Alþingi. Forseta er nauðugur sá kostur, en um leið rétt og skylt, að fara nokkrum um atburð sem tekið var að fjalla um frá og með kvöldi miðvikudagsins 28. nóvember síðastliðinn. Opinbert er orðið að hópur þingmanna úr tveimur þingflokkum sat á veitingahúsi í nágrenni við þinghúsið, á hluta til á meðan þingfundur stóð þriðjudagskvöldið 20.nóvember og ræddi þar sín á milli, á almannafæri, þannig að óbreidda og eðlilega hneykslun hefur vakið.“ Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, við setningu þingfundar nú á þriðja tímanum. „Orðbragð sem þarna virðist sannanlega hafa verið viðhaft er óverjandi og óafsakanlegt. Ekki síst er það með öllu óverjandi og úr takt við nútímaleg viðhorf hvernig þarna var fjallað um konur og hlut kvenna í stjórnmála, og einnig fatlaða og hinsegin fólk.“

Steingrímur sagði það tímabært og lýðræðinu nauðsynlegt að „útrýma öllu ómenningartali af þessu tagi úr stjórnmálum“, þar þurfi allir að taka höndum saman. Taka þurfi á málinu í samræmi við alvarleika þess. „Forseti heitir því að það verður gert,“ sagði Steingrímur. Ljóst var á hvernig hann talaði að hann tók orðum sínum mjög alvarlega og sagði hann hvasst:

„Forseti vill einnig og þegar á þessari stundu. Biðja. Aðra þingmenn en þá sem þarna áttu að máli. Og sérstaklega þá aðra einstaklinga sem nafngreindir voru sem og aðstandendur þeirra. Ég vil biðja starfsfólk okkar. Konur. Fatlaða. Hinsegin fólk. Og þjóðina alla. Afsökunar.“

Steingrímur upplýsti svo að málið væri komið í farveg af hálfu forsætisnefndar og að það yrði leitað ráðgjafar siðanefndar. Að öðru leyti sagðist Steingrímur vona að þingið geti starfað ótruflað af „þessum ólánsatburði“. „Lífið heldur áfram og gera störf Alþingis Íslendinga einnig. Forseti fer fram á að við hlífum okkur sjálfum og þjóðinni við umræðum um þetta að öðru leyti hér í þingsal að svo stöddu. Samkvæmt lögum, reglum og stjórnskipulagi heyra mál af þessu tagi undir forsætisnefnd þar er málið þegar á dagskrá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bjarni lukkulegur með gleðitíðindin og spáir því að vextir lækki frekar í nóvember – „Planið okkar hefur gengið upp“

Bjarni lukkulegur með gleðitíðindin og spáir því að vextir lækki frekar í nóvember – „Planið okkar hefur gengið upp“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón segist ekki vera rasisti – „Ég kippi mér ekki upp við svona bull og merkimiða“

Jón segist ekki vera rasisti – „Ég kippi mér ekki upp við svona bull og merkimiða“