fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Katrín segir að þingið þurfi að grípa til aðgerða: „Ég hélt satt að segja að við værum komin lengra“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 30. nóvember 2018 10:35

Katrín Jakobsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að Alþingi þurfi að grípa til aðgerða vegna kvenfyrirlitningar og fordóma þingmannanna sex sem funduðu á Klaustur Bar í síðustu viku. Katrín segir í færslu á Facebook að háværu samræður þingmannanna á almannafæri séu uppfullar af fordómum, kvenfyrirlitningu og óheilbrigðum viðhorfum til stjórnmála: „Þau orð sem komu úr munni þingmannana eru ótrúleg og dapurleg. Ég hélt satt að segja að við værum komin lengra á veg í raunverulegri viðhorfsbreytingu, núna ári eftir #églíka-byltinguna.“

Katrín segir að forsætisnefnd Alþingis muni fara yfir málið. „Það er mikilvægt að Alþingi fari vel yfir málið og grípi til aðgerða. Það er samt ekki nóg því við sem samfélag þurfum að taka sameiginlega á því meini sem svona orðræða skapar; þeim ótta og þeirri vanlíðan sem hún veldur.“

Nú þegar landsmenn fagna hundrað ára afmæli fullveldisins þá eigum við að hugsa um þau gildi sem við viljum hafa að leiðarljósi í samfélagi okkar. „Þar hljótum við að vilja að hafa gildi á borð við jafnrétti og virðingu í hávegum. Sú orðræða sem við höfum lesið um í fjölmiðlum er því miður í fullkominni andstöðu við slík gildi. Sem samfélag eigum við að hafna slíkri orðræðu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK