fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Eyjan

Bjarni um fullyrðingar Gunnars Braga: „Einfaldlega tóm þvæla“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 30. nóvember 2018 13:13

Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það „einfaldlega tóma þvælu“ að Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, eigi inni greiða hjá Sjálfstæðisflokkum. Líkt og DV greindi frá á miðvikudag þá fullyrðir Gunnar Bragi á upptöku á Klaustur Bar í síðustu viku að hann eigi inni sendiherrastöðu fyrir að hafa skipað Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sem sendiherra í Bandaríkjunum í tíð sinni sem utanríkisráðherra.

Sjá einnig: Leyniupptaka:Gunnar Bragi skipaði Árna Þór sendiherra til að draga athygli frá Geir Haarde

Gunnar Bragi lýsti þessu með eftirfarandi hætti á upptökunni:

Gunnar: „Ég átti fund með Bjarna í fjármálaráðuneytinu. Ég sagði við Bjarna: „Það er algjörlega sjálfsagt. Auðvitað geri ég Geir að sendiherra.“ Og ég sagði við hann: „Og mér finnst sanngjarnt að þið horfið til svipaðra hluta þegar ég þarf á því að halda.“ Það var ekki vegna þess að ég hafi verið að hugsa um að skipta um flokk. Ég var ekki kominn út þegar Þórólfur (Gíslason) hringir og spyr: „Ætlar þú að verða sendiherra?“ Ég var ekki kominn út úr ráðuneytinu.“

Þá sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: „Út frá þessu, af því að ég veit að þetta er rétt með sendiherrastöðuna. Ég nefndi þetta við Bjarna. Bjarni má eiga það, hann viðurkenndi þetta. Bjarni fór út um víðan völl en niðurstaðan var sú að Bjarni féllst á það að ef þetta gengi eftir, þá ætti Gunnar inni hjá Sjálfstæðismönnum.“

Skuldar engum neitt

Gunnar Bragi hefur sagt að hann hafi verið að ljúga með þessum orðum sínum og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra Gunnar Braga ekki eiga inni sendiherrastöðu. DV reyndi að ná tali af Bjarna í ráðherrabústaðnum nú um hádegið, Bjarni sá sér ekki fært að ræða við DV um málið, hann segir í samtali við MBL að þetta sé þvæla:

„Það sem ég man eftir er að ég mælti með því að Geir Haarde yrði gerður að sendiherra, enda myndi ég hafa gert það hvar sem er við hvern sem er á þeim tíma og er bara stoltur af því ef það skyldi hafa haft einhver áhrif. Gunnar Bragi sjálfur dregið það til baka að hann hafi átt í staðinn átt von á einhverjum greiða af einhverju tagi frá Sjálfstæðisflokknum. Enda er það þannig að ég tel mig ekki skulda nokkrum manni neitt í tengslum við þetta mál og Sjálfstæðisflokkurinn ekki heldur. Þetta er ein­fald­lega tóm þvæla sem er verið að tala um á þess­um upp­tök­um um það efni.“

Það er s.s. ekki svona sem kaupin gerast á eyrinni?

„Nei það er alls ekki svona, það er síðan allt annað mál að margir sem hafa átt farsælan feril í stjórnmálum hafa endað í utanríkisþjónustunni einhverntímann að pólitíska ferlinum loknum. Og það finnst mér gott og mér finnst almennt of lítið úr því gert hversu miklum hæfileikum margir stjórnmálamenn búa til að taka slík störf að sér til að koma fram fyrir hönd þjóðarinnar á erlendum vettvangi.“

Bjarni sagði það jafnframt óboðlegt hvernig talað væri á þessum upptökum en hann vildi ekki koma með yfirlýsingu um hvort þingmennirnir sex sem heyrist í á upptökunum eigi að segja af sér þingmennsku vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“