fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Uppsagnir hjá Fréttablaðinu – Fimm starfsmönnum sagt upp í dag

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm starfsmönnum var sagt upp á Fréttablaðinu í dag. Starfsmenn fengu tölvupóst frá útgefanda blaðsins, Kristínu Þorsteinsdóttur, kl. 18 í dag. Þar kemur fram að fimm hafi verið sagt upp í „hagræðingaskyni“ meðal annars vegna flutninga, einnig hafi verkefnum móðurfélagsins fækkað með sölu eininga til Sýnar.

„Það er leitt að sjá eftir góðu fólki og við óskum þeim velfarnaðar.“

Fréttablaðið flutti fyrir stuttu úr Skaftahlíð í nýtt húsnæði á Hafnartorgi.

Samkvæmt heimildum DV var tveimur blaðamönnum sagt upp, ásamt þremur öðrum starfsmönnum og vinna allir starfsmenn uppsagnarfrestinn. Samkvæmt heimildum Mannlífs var starfsfólki úr minnst þremur deildum blaðsins sagt upp: það er íþrótta-, dægurmála-, og kynningardeild. Hefur vinnuandinn á Fréttablaðinu ekki verið upp á sitt besta síðan blaðið fluttist í nýtt húsnæði. Þá aðallega þar sem nýja húsnæðið er óklárað og ryk og mikill hávaði gerir vinnuaðstæður slæmar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi