fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Fjórmenningar úr Miðflokknum biðjast afsökunar – Úrsagnir úr flokknum hafnar

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 13:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir þingmenn Miðflokksins, þar á meðal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir biðjast afsökunar á framferði sínu á Klaustur bar í liðinni viku. Líkt og fjallað hefur verið um voru viðhöfð ljót orð í garð annarra þingmanna og upplýst um hvernig kaupin hefðu gerst á eyrinni þegar Geir H. Haarde og Árni Þór Sigurðsson voru gerðir að sendiherrum.

„Við fjórir þingmenn Miðflokksins sem sátum á hótelbarnum Klaustri í liðinni viku viljum biðja þá sem farið var ónærgætnum orðum um í þeim einkasamtölum sem þar fóru fram einlæglegrar afsökunar. Það var ekki ætlun okkar að meiða neinn og ljóst má vera að sá talsmáti sem þarna var á köflum viðhafður er óafsakanlegur. Við einsetjum okkur að læra af þessu og munum leitast við að sýna kurteisi og virðingu fyrir samferðarfólki okkar. Jafnframt biðjum við flokksmenn Miðflokksins og fjölskyldur okkar afsökunar á að hafa gengið fram með þessum hætti.“

Undir yfirlýsinguna skrifa Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir.

Þingkonurnar Inga Sæland, Oddný Harðardóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins eru fordæmd. Gera þær þá kröfu að málið verði tekið upp í forsætisnefnd þingsins og sögðu þær ummælin lýsa skammarlegum viðhorfum og stækri kvenfyrirlitningu.

Hrykktir í stoðum Miðflokksins

Samkvæmt öruggum heimildum Eyjunnar, er Gunnar Bragi Sveinsson rúinn öllu trausti innan Miðflokksins. Staða Sigmundar Davíðs, formanns, er einnig sögð tvísýn.

Margir úr grasrótinni eru sagðir huga að úrsögn úr flokknum þar sem þeir styðja hvorki Sigmund Davíð né Gunnar Braga og enn síður Bergþór Ólason, eftir að fréttirnar um leyniupptökurnar birtust í gær.

Vilborg G. Hansen, sem er varamaður í bankaráði Seðlabanka Íslands, hefur bæði sagt sig bæði úr Miðflokknum og bankaráði:

„…þar sem mér er ómögulegt að styðja lengur þann flokk sem ég sit í umboði fyrir eftir fréttir gærdagsins í DV og Stundinni.“

Staða Gunnars Braga þótti viðkvæm áður, en framganga hans í leyniupptökunum virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK