fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Verkalýðsfélögin eiga á annan tug milljarða í verkfallssjóðum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. nóvember 2018 06:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verkalýðsfélög, sem eru innan raða ASÍ, eiga á annan tug milljarða í verkfallssjóðum. VR á um 3,6 milljarða í verkfallssjóði og Efling á um 2,7 milljarða en þetta eru stærstu félögin innan ASÍ. VR getur auk þess fært meira fé í verkfallssjóðinn ef þörf krefur að sögn Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns félagsins.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Ragnari að VR eigi um tólf milljarða í eignum og sjóðum og geti því fært meira fé í verkfallssjóðinn. Það hafi verið gert 2015 þegar litlu munaði að til átaka kæmi á vinnumarkaði.

Haft er eftir honum að ekki sé stefnt á allsherjarverkfall ef samningar nást ekki en Ragnar hefur áður viðrað þá möguleika að smærri hópar innan raða VR og annarra stéttarfélaga fari í verkföll og njóti fullra launa á meðan. Verkföll þessara hópa myndu lama mikilvæga starfsemi og hafa mikil áhrif enda yrðu þeir valdir sérstaklega út frá áhrifamætti þeirra.

Morgunblaðið hefur eftir Ragnari að hann vonisti til að hægt verði að ljúka kjarasamningum án átaka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á