fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Eyjan

Eins og House of Cards – plottið til að koma Geir í sendiherrann

Egill Helgason
Miðvikudaginn 28. nóvember 2018 23:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var alltaf mjög hæpinn gjörningur að gera Geir H. Haarde að sendiherra. Hann hafði verið forsætisráðherra í misheppnaðri ríkisstjórn sem hrundi með brauki og bramli eftir hrunið, svo var hann dreginn fyrir Landsdóm, þar var hann ekki sýknaður þótt menn hafi síðar gert því skóna, heldur sakfelldur en ekki gerð refsing.

Menn geta haft sínar skoðanir á Landsdómi og hvernig staðið var að málinu, en þetta er samt staðreynd. Þess má geta að þótt mikið hafi verið hnjóðað í Landsdóm eftir þetta hafa engar tilraunir verið gerðar til að breyta lagaákvæðum um hann. Stundum er eins og íslensk stjórnmál séu ekki alveg í alvöru.

Undireins og Sjálfstæðismenn komust í ríkisstjórn aftur 2013 var svo farið að þrýsta hart á að Geir yrði gerður að sendiherra. Það var greinilega hugsað sem sambland af sárabót og uppreisn æru. Það var heldur ekki sóst eftir hvaða sendiherraembætti sem er, heldur bara því fínasta, djobbinu í Washington. Það er hápunkturinn í diplómatíunni.

Nú upplýsist hvernig kaupin gerðust á eyrinni í samtölum nokkurra stjórnmálamanna á veitingahúsi sem DV birtir glefsur úr. Enginn dregur í efa að samtölin fóru fram með þessum hætti, menn hafa gerst heldur lausmálir þarna á barnum – og þá hlýtur maður náttúrlega að spyrja: Tala þeir líka svona í skiptin þegar enginn er að taka upp?

Þetta minnir satt að segja helst á House of Cards. Það er ekki oft að maður fær svona innsýn í hrátt valdageimið í pólitíkinni.

Lýsingin er með ólíkindum – og þá á maður ekki bara við orðbragðið. Gunnar Bragi Sveinsson var utanríkisráðherra og gerir Árna Sigurðsson að sendiherra til að búa til skálkaskjól svo hægt sé að tilnefna Geir. Athyglin myndi þá beinast að Árna. Hún gerði það að nokkru leyti – menn furðuðu sig á að Árni skyldi verða sendiherra, enda hafði hann nákvæmlega ekkert unnið til þess. Í samtalinu segir Gunnar Bragi að Árni hafi verið „senditík“ Steingríms J. Sigfússonar.

Æ sér gjöf til gjalda – það virðist svo vera skilningur utanríkisráðherrans sem þá var að þetta fái hann vel launað síðar – „að Gunnar ætti inni hjá Sjálfstæðismönnum“. En fyrir utan fylgist Þórólfur kaupfélagsstjóri með, nánast eins og ráðherraskrifstofan sé útibú frá honum, og veit allt undireins.

En þarna var semsagt tveimur pólitíkusum troðið inn í utanríkisþjónustuna. Í báðum tilvikum var það lítt verðskuldað. Þetta var partur af pólitísku plotti eins og glöggt má lesa út úr samtalinu á vínveitingahúsinu Kvosinni.

„Þegar ég ákvað það að skipa Geir H. Haarde sendiherra í Washington […] þá ræddi ég við Sigurð Inga. Honum var ekki skemmt enda hafði hann ákært Geir. Ég ræddi þetta auðvitað við alla flokka. Ég sá það að ég gæti ekki skipað Geir einn. Það yrði of þungur biti fyrir þingið og alla. Það sem ég gerði var að skipa Árna Þór (Sigurðsson) sem sendiherra.  Hann er náttúrulega bara […], þó hann sé frændi minn. VG hefðu getað orðið brjálaðir en Katrín sagði ekki orð. Ég átti fund með henni. Geir slapp í gegnum þetta eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Friðriki Ómari.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna