fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Krefur Kastljósið um afsökunarbeiðni: „Nema auðvitað að RÚV sé búið að semja um himinháa greiðslu“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrés Magnússon, blaðamaður á Viðskiptablaðinu, kallar í dag eftir skýringum frá Kastljósinu á sínum þætti í Samherjamálinu svokallaða. Hæstiréttur felldi úr gildi stjórnvaldssekt Seðlabanka Íslands í garð Samherja á dögunum, fyrir meint brot á gjaldeyrislögum. Þegar rannsókn málsins hófst, var greint frá því að tilefni rannsóknarinnar væri vegna ábendinga starfsmanna Kastljóssins:

„Rannsóknarblaðamenn þess höfðu þá skoðað málefni tengd útflutningi sjávarafurða og m.a. borið gögn um þau undir gjaldeyriseftirlit Seðlabankans. Í framhaldi af því hafi rannsóknin hafist, en gjaldeyriseftirlitið hefði farið þess á leit við Kastljós að það héldi í sér til að verja mikilvæga rannsóknarhagsmuni og við því var orðið,“

segir Andrés. Kallar hann eftir afsökunarbeiðni frá Kastljósinu:

„Þessar lyktir málsins, ríflega sex árum síðar, hljóta að kalla á frekari skýringar Kastljóss, viðurkenningu á að fréttin hafi reynst röng og afsökunarbeiðni. Eitthvað hefur greinilega verið bogið við gögnin, vinnslu þeirra eða heimildamennina (sem hljóta að hafa verið fleiri en einn). Nema auðvitað að RÚV sé búið að semja um himinháa greiðslu til Samherja án þess að segja neinum.“

Helgi Seljan á þorrablóti

Í bókinni Gjaldeyriseftirlitið eftir Björn Jón Bragason, er greint frá því að Helgi Seljan, fréttamaður Kastljóssins, hafi verið staddur í þorrablóti á Austfjörðum árið 2012, þegar hann hafi fengið upplýsingar um meint brot Samherja. Þetta kemur fram á Viljanum. Ku fyrrum sjómaður Síldarvinnslunnar á Neskaupsstað hafa sagt Helga frá vangaveltum sínum um að Samherji væri að selja karfa til dótturfélaga sinna erlendis, á undirverði. Hafi Helgi haldið á fund starfsmanna Gjaldeyriseftirlitsins í kjölfarið og hafi Samherji verið á allra vörum upp frá því.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka