fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Eyjan

Jón segir fjölgun aðstoðarmanna þingflokka vera enn meiri þjófnað frá skattgreiðendum – Gæðingum komið í góð störf

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 06:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og hefur komið fram í fréttum í vikunni ætlar Alþingi að fjölga aðstoðarmönnum þingflokka um 17 en kostnaðurinn við þetta er á annað hundrað milljónir. Forystumenn flokkanna telja þetta nauðsynlegt til að styrkja Alþingi og starfsemi þingsins.

Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi þingmaður, er ekki sáttur við þetta og telur að hér sé um óráðssíu að ræða af hálfu þingsins enda sé engin þörf á þessu.

„Fólk veit ef til vill ekki hve vel er búið að þingmönnum án þess að fleiri flokkslíkamabörn séu tekin á launaskrá Alþingis.“

Segir Jón um þetta á vefsíðu sinni.

Þar segir hann að alþingismenn geti fengið aðstoð frá starfsfólki þingsins ef á þarf að halda þegar semja þarf frumvörp, þingsályktanir og fleiri verkefni.

„Þegar ég sat síðast á þingi fannst mér alþingismenn í raun vera í bómull og mættu meir en vel við una.“

Segir Jón og rifjar upp tillögu sem var sett fram síðast þegar hann sat á þingi:

„Á þeim tíma var borin fram tillaga um að hver þingmaður fengi aðstoðarmann. Ég var eindregið á móti þeirri tillögu og taldi það algjört bruðl og er enn í dag ánægður með að hafa staðið í lappirnar og vera eini þingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn því bruðli. Þetta varð þó ekki að veruleika, en það var Hrunið sem leiddi til þess.“

Segir Jón og bætir við að margir samþingmenn hans hafi sagt að þetta væri ekkert mál þar sem við værum svo rík.

„Ég svaraði því til að hvað sem liði ríkidæmi þá væri það aldrei afsökun fyrir að fara illa með fé eða sóa fjármunum.“  

Segir Jón sem þykir stjórnmálaflokkarnir frekir til fjárins:

„Nú er staðan sú, að stjórnmálaflokkarnir hafa aukið framlög til sjálfra sín frá skattgreiðendum um 7-800 milljónir og stálu þeir þó ærnu fé frá skattgreiðendum fyrir það.“

Því næst telur hann upp starfslið þingflokkanna:

„Mér sagt að aðstoðarmenn ráðherra séu 25. Þingið greiðir fyrir 1 aðstoðarmann formanna stjórnmálaflokka og 1 framkvæmdastjóra þingflokks alls 16 manns í dag. Þess utan er þingflokkunum séð fyrir ritara einum hverjum eða 8. Nú á að bæta við 17 og verða þá þessir sérstöku aðstoðarmenn orðnir 52 fyrir utan annað starfslið Alþingis sem þingmenn geta leitað til. Með þessum hætti  er hægt að koma fullt af flokkslíkamabörnum, sem geta ekki fengið starf annarsstaðar á jötuna.”

Segir Jón og lýkur grein sinni á harðri gagnrýni á stjórnmálamenn landsins:

„Það ber að lýsa vantrausti á stjórnmálastétt sem svona hagar sér. Skammtar sjálfri sér og háembættismannaaðlinum margfalda launahækkun og hikar ekki við að stela peningum af skattgreiðendum til félagsstarfsemi sinnar og til að koma gæðingum og vildarvinum í góð hálaunaembætti.

Meðan svo fer fram eiga stjórnmálamenn hvorki að njóta virðingar eða atvkæðis (sic) venjulegs launafólks eða vinnuveitenda í landinu.” 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”