fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Eyjan

Hlutfall kvenna í framkvæmdastjórnum 100 stærstu fyrirtækja er 26% – „Jafnrétti er ekki einkamál kvenna“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 1. nóvember 2018 08:45

Rakel Sveinsdóttir formaður FKA og Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlutfall kvenna í framkvæmdastjórnum 100 stærstu fyrirtækja landsins er einungis 26%, konur eru einungis 10% forstjóra og 19% stjórnarformanna. Staðan í stjórnum er þó umtalsvert betri þar sem konur eru orðnar 40% stjórnarmanna á móti 60% körlum í 100 stærstu fyrirtækjunum. Deloitte hefur tekið saman greiningu á 100 stærstu fyrirtækjum landsins mælt í veltu og komu þessar upplýsingar meðal annars fram á ráðstefnu sem haldin var á Hótel Reykjavík Nordica í gær.

FKA stóð fyrir ráðstefnunni Rétt’ upp hönd en félagið hefur ásamt samstarfsaðilum úr velferðar-ráðuneytinu, Sjóvá, Deloitte, Morgunblaðinu og Pipar/TBWA sett af stað hreyfiaflsverkefnið Jafvæg­isvogina. Mark­mið Jafnvægisvogarinnar er að árið 2027 verði kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum fyrirtækja og opinberra aðila á Íslandi 40/60. Tilgangurinn með Jafnvægisvoginni er að virkja íslenskt viðskiptalíf og opinbera aðila til þess að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir.

32,6% konur stjórnarmenn í fyrirtækjum með fleiri en 50 starfmenn

Lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja með yfir 50 starfsmenn voru sett árið 2010 og tóku þau gildi árið 2013. Lögin gera ráð fyrir því að hlutfall hvors kyns í stjórnum skuli vera að minnsta kosti 40% í lok ársins 2013. Eftir lagasetningu og fram að gildistöku laganna hækkaði hlutfall kvenna í stjórnum félaga með yfir 50 starfsmenn úr 20% í 30%, þannig að með lagasetningu náðist sami árangur á 3 árum og hafði á 10 árum fyrir. Ári eftir gildistöku laganna var hlutfall kvenna orðið 33,2% í stjórnum fyrirtækja með yfir 50 starfsmenn, en hefur lækkað síðan þá um 0,6% eða niður í 32,6%. Ekki er að finna útskýringu á misjöfnum kynjahlutföllum í bakgrunnsbreytum líkt og menntun þar sem hlutfall brautskráðra nemenda úr meistara- og doktorsstigi á árunum 2000-2016  er að meðaltali um 65% konur.

Mælaborð jafnréttismála

Frá 22 til 26% í framkvæmdastjórnum

Fyrirfram var talið að lög um kynjakvóta myndu hafa áhrif á stöðu kvenna í framkvæmdastjórnum líka en þau hafa ekki gert það líkt og vonir stóðu til. Sem dæmi eru konur í framkvæmdastjórnum einungis 22% í skráðum félögum og 26% í 100 stærstu fyrirtækjum landsins, mælt eftir veltu. Engin kona er forstjóri hjá félagi á íslenskum hlutabréfamarkaði.

Heilt yfir óháð stærð fyrirtækja þá eru konur í dag 22% af framkvæmdastjórum íslenskra fyrirtækja sk. mælaborði Deloitte. Með framkvæmdastjórum er hér átt við æðsta stjórnanda: forstjóra eða framkvæmdastjóra. Hlutfall kvenna af framkvæmdastjórum íslenskra fyrirtækja hefur þó aukist hægt og rólega frá aldamótum þegar það var ekki nema 16%.

Ekki liggja fyrir samræmdar upplýsingar um kynjahlutföll framkvæmdastjórna allra fyrirtækja á Íslandi. Mikilvægt er að safna þeim saman með skipulögðum hætti svo hægt sé að mæla með samræmdum hætti og þannig fylgjast með þróun á markmiði Jafnvægisvogarinnar.

Viljayfirlýsing

Ljóst að töluverðar breytingar þurfa að eiga sér stað til þess að yfirlýstu markmiði Jafnvægisvogar-innar verði náð. Sem liður í því vitundarátaki skrifaði Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra, undir viljayfirlýsingu fyrir hönd síns ráðuneytis um að vinna að markmiðum Jafnvægisvogarinnar. Á sama tíma skrifuðu á milli fjörutíu og fimmtíu fyrirtæki og opinberir aðilar undir viljayfirlýsingu um að beita sér fyrir auknu kynjajafnvægi innan sinna vébanda og vinna að markmiðum Jafnvægisvogar FKA næstu fimm árin. Fyrirtæki og stofnani vilja þannig sýna í verki að þau hafi áhuga á að kom­ast lengra í þessum efnum. Strax á næsta ári verða veittar viðurkenningar þar sem dregin eru fram í sviðljósið fyrirtæki og opinberir aðilar sem hafa náð markmiðum Jafnvægisvogarinnar.

Betri árangur með blönduðum teymum

,,Allar rannsóknir styðja það að þegar blönduð teymi karla og kvenna séu í fyrirtækjum, þá nái fyrir­tækin hreinlega betri árangri. Það er líka svo sorgleg sóun á mannauði að mennta allar þessar kraft­miklu ungu konur, en hleypa þeim ekki til áhrifa í fyrirtækjunum. Þetta slagorð okkar á ráðstefnunni, Rétt´upp hönd, er bæði hvatning til kvenna að gera sig sýnilegri innan fyrirtækja og einnig hvatning til karlstjórnenda að sjá konurnar sem eru til staðar og skapa þeim tækifæri. Það er kominn tími til að láta hendur standa fram úr ermum og láta verkin tala. Jafnrétti er ekki einkamál kvenna,“ segir Rakel Sveinsdóttir, formaður FKA.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Opinn fundur um tjáningarfrelsi og framtíð fréttamennsku

Opinn fundur um tjáningarfrelsi og framtíð fréttamennsku
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Samskiptin við Bandaríkin lík samskiptum við alræðisríki

Þorsteinn Pálsson: Samskiptin við Bandaríkin lík samskiptum við alræðisríki