fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Demókratar fagna ungum kjósendum en repúblikanar reyna að koma í veg fyrir að þeir kjósi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 31. október 2018 18:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í næstu viku og kjósa þingmenn í fulltrúadeildina, hluta öldungardeilarþingmanna, um mörg ríkisstjóraembætti og ýmislegt annað. Mörg sjálfboðaliðasamtök vinna hörðum höndum í aðdraganda kosninganna til að fá ungt fólk til að kjósa en þetta er sá þjóðfélagshópur sem erfiðast er að fá að kjörborðinu.

Time skýrir frá þessu. Í kosningunum 2014 kusu aðeins 16 prósent fólks á aldrinum 18 til 24 ára. Kosningaþátttakan var almennt 38,5 prósent í þessum kosningum.

Samtökin March for Our Lives eru meðal þeirra samtaka sem reyna að fá ungt fólk til að mæta á kjörstað. Hreyfingin var stofnuð af ungu fólki sem lifði af skotárás í Parkland í Flórída í febrúar á þessu ári en þar voru 17 skotnir til bana. Þessir ungu menntaskólanemar berjast nú fyrir hertri vopnalöggjöf og ferðast vítt og breitt um Bandaríkin til að ná til kjósenda.

Ungir kjósendur eru mikilvægir fyrir demókrata

Það skiptir demókrata miklu máli að ná til ungra kjósenda og fá þá til að kjósa. Þeim mun yngra sem fólk er þeim mun meiri líkur eru á að það kjósi demókrata. En þetta er sá þjóðfélagshópur sem er erfiðast að fá til að kjósa. Þegar kjörsókn er lítil er það aðallega vegna þess að kjósendur demókrata hafa ekki skilað sér á kjörstað, aðallega ungt fólk og fólk af latneskum uppruna.

Til að spyrna við fótunum hafa margir ríkisstjórar repúblikana reynt að gera ungu fólki erfiðara fyrir með að kjósa. Í sumum ríkjum hafa þeir til dæmis komið í veg fyrir að námsmenn geti notað stúdendaskírteini sín eins og persónuskilríki á kjörstað. Fyrir nokkrum árum reyndu repúblikanar í Texas að koma í gegn lagabreytingu sem kvað á um að ekki mætti nota stúdentaskírteini sem persónuskilríki en það mátti nota skotvopnaleyfið sem persónuskilríki. Það er nokkuð augljóst hvert markmiðið var með þessu því þeir Bandaríkjamenn sem eru á móti núverandi vopnalöggjöf eru yfirleitt ungt fólk sem oftast kýs demókrata.

Í sumum ríkjum hafa ríkisstjórar repúblikana fækkað kjörstöðum vitandi að það þýðir lengri biðraðir. Þetta er gert í þeirri von að unga fólkið gefist fyrst upp ef það sér fram á langa bið eftir að komast að kjörborðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”