fbpx
Laugardagur 15.febrúar 2025
Eyjan

Brynjar vill hvorki sjá skák né kynjafræði í skólum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 30. október 2018 18:27

Brynjar Níelsson. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að koma þurfi ákafafólki sem sífellt vill troða fleiri skyldufögum í námskrá grunnskóla í skilning um að það séu bara 24 klukkustundir í sólarhringnum. Þetta kemur fram í stuttum pistli hans á Facebook þar sem Brynjar tjáir sig alla jafna um þjóðfélagsmál. Brynjar vill að megináherslan í grunnskólanum sé á grunnfög á borð við lestur, skrift, stærðfræði og tungumál en að börn læri kynjafræði og skák annars staðar:

Alltaf koma reglulega upp kröfur einhverra einstaklinga eða hópa um að gera hitt og þetta að skyldugrein í grunnskóla og jafnvel á efri skólastigum. Síðast um að skák yrði skyldugrein í grunnskóla og einhvers staðar sá ég þingsályktun eða frumvarp um að kynjafræði verði skyldugrein á öllum skólastigum. Gott ef ekki út lífið. Ástæða er til að benda þessu ákafafólki á að takmarkaðar klukkustundir eru í hverjum sólarhring. Svo er ágætt að kenna börnum fyrst að lesa, reikna og tungumál. Það er forsenda frekari náms. Foreldrar geta farið með börnin annað að læra skák og pólitíska kynjafræði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti ætlar ekki í pólitík – Sér sig ekki sem sameiningartákn

Emmsjé Gauti ætlar ekki í pólitík – Sér sig ekki sem sameiningartákn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dóra Björt segist tilbúin að axla ábyrgð – „Konurnar verða að koma og taka til þegar karlarnir eru með vesen“

Dóra Björt segist tilbúin að axla ábyrgð – „Konurnar verða að koma og taka til þegar karlarnir eru með vesen“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Selur fyrirtækið sem Stefán Einar varði með kjafti og klóm gegn árásum kennara

Selur fyrirtækið sem Stefán Einar varði með kjafti og klóm gegn árásum kennara
Eyjan
Fyrir 4 dögum

ESB er tilbúið með rosalegan mótleik við tollum Trump

ESB er tilbúið með rosalegan mótleik við tollum Trump
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðlaugur Þór: Augljós sóknarfæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn nú – flokkadrættir helsta ógnin

Guðlaugur Þór: Augljós sóknarfæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn nú – flokkadrættir helsta ógnin
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hildur segir útspil Flokks fólksins hafa komið á óvart – Segir dyrnar enn opnar og útilokar engan

Hildur segir útspil Flokks fólksins hafa komið á óvart – Segir dyrnar enn opnar og útilokar engan