Breki Karlsson er nýr formaður Neytendasamtakanna, en niðurstöður kosninga voru kynntar kl. 13 í dag í höfuðstöðvum samtakanna á Hverfisgötu.
Breki hlaut 228 atkvæði, en 439 tóku þátt í kosningum til formanns af 539 sem voru á kjörskrá. Samkvæmt tilkynningu Marðar Árnasonar þingforseta skiluðu fjórir auðu.
Auk Breka voru Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Guðjón Sigurbjartsson og Unnur Rán Reynisdóttir í framboði til formanns. Breki hlaut 228 atkvæði eða 53%, Unnur 88 atkvæði eða 21 %, Ásthildur 80 atkvæði eða 19% og Guðjón 29 atkvæði eða 7%.