fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Vegurinn svo slæmur að börnin kasta upp í skólaakstri og upplifa kvíða: „Má segja að þetta jaðri við barnaverndarmál“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 12. október 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í frétt á vefsíðunni Trölli.is er fjallað um ástand Vatnsnesvegar, en íbúar við þjóðveg 711 eru orðnir langþreyttir á seinagangi og skilningsleysi stjórnvalda. Þann 10. október héldu Vatnsnesingar íbúafund vegna ástandsins, var hann vel sóttur og umræðan þótti málefnaleg.

Þrátt fyrir margítrekaðar ábendingar síðustu mánaða vegna slæms ástands vegarins, er svar vegagerðarinnar og stjórnvalda að lækka hámarkshraðann niður í 30 km á klst. á völdum köflum þar sem hann er nánast ófær.

Í ályktun fundarins kom meðal annars fram:

„Foreldrar eru orðnir mjög uggandi um börn sín í skólaakstri á þessum vegi og eru mörg dæmi um að börn kasti upp á leiðinni. Eins eru börnin kvíðin fyrir ferðunum og eru lengi að jafna sig í skóla og heima í lok ferðar og eins hefur ferðatíminn lengst til muna. Þetta er að sjálfsögðu algerlega óviðunandi og má segja að þetta jaðri við barnaverndarmál.“

Þeim sem um veginn fara er bent á að taka myndir og myndbönd af ástandinu og merkja öll innlegg á samfélagsmiðlum #vegur711

Trölli.is fjallaði um veginn í lok júlí og lesa má þá grein hér.

Ályktun fundarins hefur verið send til samgönguráðherra og annarra sem málið varðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur Þór vill endurskilgreina hlutverk RÚV – „Það er svo lítið aðhald og þeir fara sínu fram“

Guðlaugur Þór vill endurskilgreina hlutverk RÚV – „Það er svo lítið aðhald og þeir fara sínu fram“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar segir meiningar um hægri sveiflu byggða á misskilningi – „Ætli sé til merkingarlausari froða í íslenskum stjórnmálum?“

Brynjar segir meiningar um hægri sveiflu byggða á misskilningi – „Ætli sé til merkingarlausari froða í íslenskum stjórnmálum?“